Innlent

Fimm þúsund kassar sendir til Úkraínu

Það eru síðustu forvöð hjá fólki sem vill senda börnum í Úkraínu jól í skókassa að setja eitthvað fallegt í kassa og koma honum til KFUM og K. Verkefninu lýkur í dag og nú um hádegi voru þegar komnir á þriðja þúsund kassa í hús KFUM og KFUK á Íslandi, Holtavegi 28.

Tekið verður á móti kössum til klukkan fjögur í dag. Undanfarin ár hafa borist um fimm þúsund kassar og hafa þeir verið sendir til Úkraínu þar sem atvinnuleysi er mikið og ástandið víða bágborið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×