Innlent

Vilja jafnan rétt til að umgangast börnin sín

Félag um foreldrajafnrétti skorar á ríkisstjórn Íslands að taka á jafnrétti foreldra til að umgangast börnin sín en talið er að um 20.000 skilnaðarbörn séu á Íslandi.

Í tilkynningunni, sem send er út í dag á feðradeginum, er farið yfir nokkrar staðreyndir, s.s. að mæður verði í um 95% tilvika með lögheimili og öll helstu réttindi barna við skilnað foreldra. Í raun sé jafnrétti kynjanna í málaflokki forsjár- og umgengnismála ekki viðurkennt á Íslandi. Sýslumannsembættin skammti flestum skilnaðarbörnum 4 til 6 daga í mánuði með feðrum sínum. Þá telji sýslumannsembættin að skilnaðarbörn eigi ekki að dvelja hjá feðrum sínum á aðfangadegi jóla auk þess sem feður séu látnir greiða meðlög algerlega óháð samvistum og eigin framfærslu við börn sín.

Félagið gagnrýnir einnig embætti umboðsmanns barna og segir það gagnlaust með öllu. Það hafi ekkert gert til að leiðrétta mannréttindabrot á börnum í forsjár- og umgengismálum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×