Innlent

Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar

Ingibjörg Sólrún. Núverandi mansalsfulltrúi ÖSE er fyrrverandi ráðherra og forveri hennar sömuleiðis.
Ingibjörg Sólrún. Núverandi mansalsfulltrúi ÖSE er fyrrverandi ráðherra og forveri hennar sömuleiðis. Mynd/Anton Brink
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar og fyrrverandi utanríkisráðherra, er meðal umsækjenda um starf mansalsfulltrúa ÖSE, öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu. Utanríkisráðuneytið styður umsókn Ingibjargar og hefur beitt sér fyrir hennar hönd, að sögn Urðar Gunnarsdóttur, upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.

Haft er eftir Urði í fréttinni að alvanalegt sé að ríki beiti sér þegar sóst sé eftir stöðu á borð við þessa. Mansalsfulltrúinn er meðal æðstu embættismanna samtakanna og á einkum að vekja athygli á málefninu á alþjóðavettvangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×