Innlent

Vill skipta á húsinu sínu fyrir bújörð

Fjögurra manna fjölskylda úr Hafnafirði er búinn að setja húsið sitt á sölu og vill skipta því fyrir bújörð. Gamall draumur að gerast bóndi segir heimilisfaðirinn sem er þreyttur á hraðanum í borginni.

Fjölskyldan er búinn að auglýsa eftir bújörð í bændablaðinu. Þau vilja skipta tveggja á hæða á einbýlishúsinu sínu fyrir bújörð út á landi til að húsbóndinn geti látið gamlan draum rætast. „Já, það er gamall æskudraumur að vera bóndi," segir Eggert Hörgdal Snorrason.

Viðbrögðin við auglýsingunni hafa verið ágæt. Nokkrir hafa haft samband en Eggert er enn ekki búinn að finna draumajörðina. Hann vill helst taka við búi með kindum kúm og tilheyrandi. En hvað er það sem heillar svona við búskapinn? „Það er bara friðurinn og róinn. Minnka við sig hraðann hérna í Reykjavík."

Konan hans Eggerts er útlensk og hún var ekkert svo hrifin af þessari hugmynd. Til að byrja með allavega. „Það þurfti að selja henni hugmyndina."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×