Innlent

Hagstæður samningur um risavaxið gagnaver

„Samningurinn við Reykjanesbæ er báðum aðilum hagstæður", segir Jeff

Monroe, forstjóri Verne Holdings, um samkomulag sem undirritað var fyrr í vkunni um skipulag svæðis undir gagnaver að Ásbrú í Reykjanesbæ.

Isaac Kato, hjá Verne Holdings, og Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, undirrituðu samninginn síðastliðinn miðvikudag. Fram kemur í tilkynningu frá Reykjanesbæ að samningurinn tryggi bæjarfélaginu meðal annars 17 milljóna króna árlegar tekjur af fasteignagjöldum núverandi bygginga á umræddu svæði en um þreföldun við fyrirhugaða stækkun bygginga. Gagnaverið hefur fengið um 180 þúsund fermetra svæði til umráða að Ásbrú. Verne Holding mun sjá um frágang gatna innan umrædd svæðis.

„Staðsetning gagnaversins að Ásbrú er einstaklega hentug fyrir viðskiptavini fyrirtækisins. Við erum þakklát fyrir stöðugan áhuga og gott viðbragð af hálfu Reykjanesbæjar og hlökkum til áframhaldandi árangurs," er haft eftir Jeff í tilkynningunni.

„Við höfum mjög jákvæðar væntingar til þessa verkefnis," segir Árni bæjarstjóri. „Enn er beðið lokafrágangs fjármálaráðuneytis við fyrsta fyrirtækið sem hyggst nýta sér aðstöðu Verne Holding og gerast frumherji á sviði rafrænnar gagnavörslu á Íslandi. Umheimurinn fylgist því vel með," segir bæjarstjórinn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×