Erlent

Heilbrigðisráðherrann bólusettur í beinni

Abdullah Al-Rabeeah var bólusettur í gær í beinni útsendingu.
Abdullah Al-Rabeeah var bólusettur í gær í beinni útsendingu.
Bólusetning gegn svínaflensu hófst í Saudi-Arabíu í gær þegar heilbrigðisráðherra landsins var bólusettur fyrstur landsmanna. Atburðinum var sjónvarpað um land allt en með sjónvarpsútsendingunni vildu yfirvöld draga úr ótta almennings við bólusetningu gegn flensunni. Auk þess er það vilji ráðamenn að reyna að koma í veg fyrir að fjöldi pílagríma sem eru á leið til Saudi-Arabíu smitist af svínaflensu eða dreifi henni séu þeir sýktir. Pílagrílmarnir verða að öllum líkindum sprautaðir þegar þeir koma til landsins.

Í útsendingunni gær voru auk ráðherrans, Abdullah Al-Rabeeah, dóttur hans sem og nokkrir embættismenn bólusettir. Ráðherrann sagðist hafa kynnt sér málið vel og fullyrti að engin hætta stafaði af bólusetningunni.

Aftur á móti eru ekki allir sáttir með bólusetningar stjórnvalda í Saudi-Arabíu. „Ég er neyddur til að fá þessa sprautu," hefur CNN-fréttastofan eftir Egyptanum Abu Al-Khair sem hyggur á pílagrímsferð til Saudi-Arabíu. „Ef það er vilji Guðs að ég deyi vegna þessarar flensu verður það að vera þannig.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×