Erlent

Brown vill nýjan skatt til auka ábyrgð bankanna

Forsætisráðherra Bretlands vill skoða hvort skattleggja eigi sérstaklega millifærslur fjármálafyrirtækja til að koma í veg fyrir aðra krísu í fjármálaheiminum.

Fjármálaráðherrar G20 ríkjanna sitja nú á fundi í Skotlandi og hvatti Gordon Brown, forsætisráðherra Breta, þá í ræðu sinni á fundinum til að skoða vel hvort hvort ekki sé rétt að setja slíkan skatt á. Brown telur að skatturinn geti verndað skattborgara og aukið ábyrgð bankanna. Skattpeningana mætti til að mynda setja í alþjóðlegan sjóð sem komið gæti bönkum í vanda til hjálpar. Hann sagði Breta eina ekki geta tekið upp slíkan skatt heldur þyrftu fleiri að fara þá leið líka.

Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, tók fálega til tillögu Brown og sagðist ekki tilbúin að styðja hana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×