Erlent

Pelosi: Fulltrúadeildin mun samþykkja umbótafrumvarpið

Nancy Pelosi fyrir utan þinghúsið í Washington þegar hún kynnti frumvarpið í lok október.
Nancy Pelosi fyrir utan þinghúsið í Washington þegar hún kynnti frumvarpið í lok október. Mynd/AP
Demókratinn Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, fullyrðir að fulltrúadeildin muni samþykkja umdeilt frumvarp Bandaríkjaforseta um umbætur í heilbrigðiskerfinu. Að auki lýsti repúblíkaninn Mike Pence því yfir í gær að barátta repúblíkana væri töpuð og fullyrti að frumvarpið verði að lögum. Um leið og hann gaf út þessa yfirlýsingu fordæmdi hann frumvarpið.

Frumvarpið miðar að því að lækka útgjöld og gera heilbrigðistryggingar ódýrari fyrir landsmenn. Pelosi hefur sagt að um sé að ræða tímamótalög sem snerti sjúkratryggingar tugmilljóna Bandaríkjamanna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×