Fleiri fréttir Ljósaganga farin til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 19. sinn. Átakinu verður formlega ýtt úr vör með Ljósagöngu til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til aðgerða. 25.11.2009 13:32 Þjóðarhagur ætti frekar að opna nýja verslunarkeðju Ef Þjóðarhagur er að hugsa um hagsmuni neytenda ættu þeir frekar að opna nýja verslanakeðju en að reyna að kaupa Haga, segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku. Það væri heppilegra fyrir neytendur og markaðinn í heild að fá nýja aðila inn. 25.11.2009 13:04 Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. 25.11.2009 12:43 Jóhanna ræðir Icesave þegar hennar tími er komin Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki ætla að ræða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi fyrr en hennar tími sé kominn. Forsætisráðherra hefur enn ekki tekið til máls um frumvarpið sem nú er í annarri umræðu. 25.11.2009 12:26 Ástæðulaust að óttast 500 milljóna króna niðurskurð Ragnar Sær Ragnarsson, starfandi formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, segir foreldra ekki þurfa að hafa nokkrar áhyggjur þrátt fyrir meira en 500 milljóna króna niðurskurð. 25.11.2009 12:20 Fimmtíu og sjö gíslar myrtir á hryllilegan hátt Fimmtíu og sjö lík eru nú fundin á Filipseyjum eftir fjöldamorð á gíslum sem teknir voru síðastliðinn mánudag. Í hópnum voru stjórnmálamenn, blaðamenn og lögfræðingar, bæði karlar og konur. 25.11.2009 12:05 Nauðgunum á skemmtistöðum hefur fjölgað Hópnauðgunum og nauðgunum á skemmtistöðum fer fjölgandi hér á landi. Meiri en þriðjungur þeirra sem leita til Neyðarmóttöku vegna nauðgana eru 18 ára og yngri, eða 37%. Þetta kemur fram í svari Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Önnu Pálu Sverrisdóttur, þingmanns Samfylkingar. 25.11.2009 11:25 Heimilum sem fá fjárhagsaðstoð fjölgar á ný Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fjölgar á nýjan leik. Árið 2008 fengu 5029 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 749, eða 17,5%, frá árinu áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en stofnunin hefur allt frá árinu 1987 leitað slíkra upplýsinga frá sveitarfélögum. 25.11.2009 10:49 Deilt um prjóna og Facebook á bæjarstjórnarfundi Tveir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði deildu um prjóna og samskiptavefinn Facebook á fundi bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði áhugaleysi bæjarfulltrúa meirihlutans með ólíkindum. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar svaraði um hæl og sagðist vera ofvirk og eiga auðveldara með að halda athygli þegar hún prjónar. Ekkert af þessu var þó bókað í fundargerð því deilurnar áttu sér stað netinu. Nánar til tekið á Facebook. 25.11.2009 10:26 Dóttir Hróa hattar í þýskum banka Sextíu og tveggja ára gömul þýsk kona hefur verið dæmd fyrir að færa tæplega átta milljónir evra á milli reikninga í bankanum sem hún vann hjá. Það er um einn og hálfur milljarður íslenskra króna. 25.11.2009 10:14 Rakettumaður í millilandaflugi Svissneski ofurhuginn Yves Rossy ætlar í dag að reyna að fljúga í rakettugalla sínum frá Marokkó til Spánar. Hann hefur áður flogið yfir Ermarsund. 25.11.2009 09:45 Á fimmta þúsund salerni um borð Oasis of the Seas hin nýja kostaði andvirði rúmlega 170 milljarða íslenskra króna í framleiðslu og má hreinlega líkja við fljótandi smáríki. 25.11.2009 08:47 Washington Post rifar seglin Bandaríska blaðið Washington Post lokar síðustu skrifstofum sínum utan Washington á gamlársdag vegna fjárhagsstöðu blaðsins. 25.11.2009 08:45 BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25.11.2009 08:35 Fermingarbörn söfnuðu átta milljónum Rúmlega 8 milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 9. og 10. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til rúmlega 3000 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Féð rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum, Eþíópíu, Malaví og Úganda. 25.11.2009 08:30 Ráfaði um neðanjarðarlestarkerfið í ellefu daga 13 ára gamall drengur sem haldinn er Asperger heilkenni eyddi ellefu dögum neðanjarðar á flakki um neðanjarðarlestakerfið í New York í síðasta mánuði. Drengurinn hafði strokið að heiman þar sem hann áleit sig hafa gert eitthvað af sér í skólanum. Foreldrar drengsins höfðu strax samband við lögreglu en fengu litla hjálp. 25.11.2009 08:26 Lögreglan fylgist með vændishúsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar vikur fylgst með fjórum húsum víðsvegar um borgina sem grunur leikur á að séu notuð undir vændisstarfssemi. Þetta kemur fram í DV í dag. Húsin eru í miðbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Breiðholti og í Kópavogi. Að sögn blaðsins hafa ómerktir lögreglubílar sinnt eftirliti við húsin síðustu tvo mánuði og fylgst með gestakomum því kaup á vændi og milliganga um slík viðskipti eru bönnuð þótt sala vændis sé heimil samkvæmt lögum. 25.11.2009 08:25 Hvetja almenning til að hjálpa hungruðum Bandaríkjastjórn hvetur almenning í landinu til að koma náunga sínum til hjálpar og aðstoða bágstadda með því að gefa þeim mat og aðrar nauðsynjar en um 15 prósent bandarískra heimila voru orðin þannig stödd í fyrra að ekki voru til peningar fyrir matvælum til að draga fram lífið. 25.11.2009 07:37 Ölvaður ökumaðir olli þriggja bíla árekstri Litlu munaði að illa færi þegar ölvaður ökumaður fór yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut á milli Grænásvegar og Hafnavegar í gærkvöldi. Bíllinn rakst utan í tvo aðra sem voru að koma úr gagnstæðri átt og skemmdust allir bílarnir töluvert. Meiðsli á fólki voru hins vegar minniháttar. 25.11.2009 07:23 Átján uppreisnarmenn drepnir í Pakistan Pakistanskir hermenn drápu 18 uppreisnarmenn í Khyber-héraðinu í Norðvestur-Pakistan í gær. Uppreisnarmennirnir tilheyrðu Lashkar-e-islam-hryðjuverkasamtökunum en hermennirnir gerðu árás á búðir þeirra og tóku auk þess sex manns höndum. 25.11.2009 07:20 Stálu yfir 1.000 minkum Lögregla á Norður-Jótlandi rannsakar nú umfangsmesta loðdýraþjófnað í sögu Danmerkur en aðfaranótt þriðjudags stálu óþekktir og óprúttnir aðilar 1.023 lifandi minkum úr minkabúi nálægt Dybvad. 25.11.2009 07:18 Hægir á útbreiðslu HIV Um 25 milljónir manna hafa látist af völdum alnæmis í öllum heiminum og allt í allt hafa 60 milljónir smitast af HIV-veirunni síðan hún kom fyrst fram. 25.11.2009 07:17 Liðsmenn ungliðahreyfingar Baska handteknir Lögregla á Spáni handtók í gær 36 félaga í æskulýðsarmi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, en armurinn var bannaður árið 2007 vegna tengsla sinna við samtökin. 25.11.2009 07:12 Vill að fjölmiðlar fái stuðning frá ríkinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur að ríkisvaldið eigi að styðja við fjölmiðla til að tryggja innviði þeirra og lýðræðislega umræðu. Slíkt sé alþekkt á Norðurlöndunum. Hún saknar ákvæðis þar um í frumvarpi um fjölmiðlalög sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu vikum. 25.11.2009 06:00 Dómstólar sagðir að kafna í málafjölda Héraðsdómur Reykjavíkur er að sligast undan miklum málafjölda. „Það er hrúgað stöðugt á dómstólana eins og þeir séu botnlaus hít sem taki endalaust við,“ segir Helgi Jónsson, dómstjóri í Reykjavík. 25.11.2009 06:00 Viljum gleðjast þótt tímar séu erfiðir „Einmitt í svona árferði er ákveðið sjónarmið að horfa fram á veginn og láta skína í að það séu bjartari tímar fram undan," segir Þórður Snorri Óskarsson, aðjúnkt í vinnusálfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, spurður hvort fyrirtæki eigi að halda jólahlaðborð í kreppunni eða borga starfsmönnum frekar andvirði þess. 25.11.2009 06:00 Börn eiga að fá að vera skítug Það á að leyfa börnum að vera svolítið skítug endrum og eins. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Medicine kemur fram að of mikið hreinlæti geti komið í veg fyrir að sár grói eðlilega. 25.11.2009 06:00 Rafmagnsmál leikskóla víða í ólestri Raflögnum og rafbúnaði í leikskólum er víða ábótavant samkvæmt úttekt Brunamálastofnunar. Örn Sölvi Halldórsson, sérfræðingur á rafmagnsöryggissviði stofnunarinnar, segir alvarlegustu athugasemdirnar snúa að merkingum í rafmagnstöflum og biluðum tenglum á svæðum þar sem börn eru. 25.11.2009 05:30 Frestur til að höfða riftunarmál lengdur Slitastjórnir gömlu bankanna fá lengri frest en áður til að höfða mál til að fá óeðlilegum fjármálagjörningum rift, samkvæmt frumvarpi sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gærmorgun. Slitastjórnirnar höfðu lýst áhyggjum af of skömmum fresti í bréfi til tveggja ráðuneyta. „Okkar mat var að það væri alveg rétt,“ segir Gylfi. 25.11.2009 05:00 Vilja göng til Dýrafjarðar Sama dag og lokasprengjan í Óshlíðargöngum verður sprengd er efnt til baráttufundar um önnur göng, Dýrafjarðargöngin. Fundurinn fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í hádeginu á laugardaginn. 25.11.2009 04:45 Haldið sofandi í öndunarvél Manninum sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir um síðustu helgi er enn haldið sofandi í öndunarvél, samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. 25.11.2009 04:30 Alnæmisfaraldur leggur færri að velli Undanfarin tvö ár hefur fjöldi HIV-smitaðra í heiminum staðið nokkurn veginn í stað, í rúmum 33 milljónum. Dauðsföllum af völdum alnæmisveirunnar hefur fækkað um tíu prósent undanfarin fimm ár. 25.11.2009 04:15 Engar tilraunir gerðar „Það er góð regla að gera ekki tilraunir á viðskiptavinum,“ segir Tómas Tómasson, stundum kenndur við Tommaborgara. Tommi hefur í fjögur og hálft ár rekið Hamborgarabúlluna og stefnir á að opna fjórða staðinn við Ofanleiti 14 í vikunni. 25.11.2009 04:00 Tóku kannabis fyrir 4,5 milljónir Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók í fyrrakvöld marijúana, tilbúið til sölu, að andvirði um 4,5 milljónir króna í götusölu. 25.11.2009 03:45 Glókollur hefur numið land Glókollur, sem er minnsti fugl Evrópu og kallaður fuglakóngur í Skandinavíu, er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. 25.11.2009 03:30 Vill frekari rök fyrir fækkun kennslustunda Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur beðið sveitarfélögin að rökstyðja nánar hugmyndir um að fækka lögbundnum kennslustundum í grunnskólum um þrjár til fjórar á viku. 25.11.2009 03:15 Beiðnin samþykkt vestra Dómstóll í Delaware í Bandaríkjunum féllst í gær á gjaldþrotabeiðni Decode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE). Beiðnin var send fyrir viku. 25.11.2009 03:00 Gegn ólöglegum fiskveiðum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði alþjóðasamning um aðgerðir hafríkja gegn ólöglegum fiskveiðum í Róm. Jón var þar staddur á aðalfundi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. 25.11.2009 02:30 Árni hefði ekki gert slíka kröfu Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra var ekki kunnugt um að ráðgjafi hans, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, hygðist gera kröfu upp á 230 milljónir í bú Landsbankans. 25.11.2009 02:00 Walesa í mál við Kaczinsky Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, er kominn í mál við Lech Kaczynski, núverandi forseta. Walesa krefst afsökunarbeiðni frá Kaczynski eða skaðabóta ella. 25.11.2009 02:00 Skiptum ekki um stefnu eftir fréttum Samkomulag ríkis og borgar um samgöngumiðstöð er í fullu gildi og öll umræða síðustu daga um hugsanlegar breytingar á því er að frumkvæði samgönguráðuneytis. 25.11.2009 01:45 Gefur fólki virkilega mikið að knúsa dýr „Það getur gefið fólki virkilega mikið að fá að knúsa dýr," segir Jóhanna Ósk Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur um þá nýbreytni sem hófst á líknardeild Landspítalans í gær að fá sérstakan hund í heimsókn á deildinni. 25.11.2009 01:30 Afstaða borgarinnar er skýr „Ég get lítið annað sagt um þetta mál en að fyrir liggur skýr afstaða borgaryfirvalda um að alhliða samgöngumiðstöð rísi við Hlíðarfótinn. Það kemur fram í minnisblaði sem Reykjavíkurborg og ríkisvaldið undirrituðu í apríl,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um hugmyndir um að reist verði ný flugstöð í stað samgöngumiðstöðvar. 25.11.2009 01:00 Veittu 12.600 milljarða leynilán Seðlabanki Englands veitti tveimur bönkum 62 milljarða punda leynilegt lán þegar bankakreppan skall á haustið 2008. Þetta kom fram í máli Mervins King seðlabankastjóra sem í gær sat fyrir svörum breskrar þingnefndar. 25.11.2009 01:00 Tveir yfirmenn voru líflátnir Tveir menn voru líflátnir í Kína í gær vegna framleiðslu og sölu á eitruðu mjólkurdufti, sem kostaði að minnsta kosti sex börn lífið síðastliðið vor. Talið er að meira en 300 þúsund manns hafi veikst eftir að hafa neytt mjólkurduftsins. Í duftinu var efni sem getur valdið nýrnabilun og nýrnasteinum. Efninu var bætt út í til þess að leyna því að mjólkin hafði verið útþynnt með vatni. 25.11.2009 00:30 Sjá næstu 50 fréttir
Ljósaganga farin til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum Í dag, á alþjóðlegum baráttudegi gegn ofbeldi gegn konum, verður alþjóðlegu 16 daga átaki gegn kynbundu ofbeldi ýtt úr vör í 19. sinn. Átakinu verður formlega ýtt úr vör með Ljósagöngu til að vekja athygli á ofbeldi gegn konum og hvetja til aðgerða. 25.11.2009 13:32
Þjóðarhagur ætti frekar að opna nýja verslunarkeðju Ef Þjóðarhagur er að hugsa um hagsmuni neytenda ættu þeir frekar að opna nýja verslanakeðju en að reyna að kaupa Haga, segir Ólafur Magnússon, framkvæmdastjóri Mjólku. Það væri heppilegra fyrir neytendur og markaðinn í heild að fá nýja aðila inn. 25.11.2009 13:04
Óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn BHM telur skerðingu fæðingarorlofsgreiðslna ógna jafnrétti og vega að réttindum barna og fjölskyldna. Formaður Leikskólaráðs Reykjavíkurborgar sem nú er í fæðingarorlofi óttast að foreldrar fari fyrr út á vinnumarkaðinn vegna skerðingarinnar og kostnaður bitni á sveitarfélögunum. 25.11.2009 12:43
Jóhanna ræðir Icesave þegar hennar tími er komin Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segist ekki ætla að ræða Icesave frumvarp ríkisstjórnarinnar á Alþingi fyrr en hennar tími sé kominn. Forsætisráðherra hefur enn ekki tekið til máls um frumvarpið sem nú er í annarri umræðu. 25.11.2009 12:26
Ástæðulaust að óttast 500 milljóna króna niðurskurð Ragnar Sær Ragnarsson, starfandi formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, segir foreldra ekki þurfa að hafa nokkrar áhyggjur þrátt fyrir meira en 500 milljóna króna niðurskurð. 25.11.2009 12:20
Fimmtíu og sjö gíslar myrtir á hryllilegan hátt Fimmtíu og sjö lík eru nú fundin á Filipseyjum eftir fjöldamorð á gíslum sem teknir voru síðastliðinn mánudag. Í hópnum voru stjórnmálamenn, blaðamenn og lögfræðingar, bæði karlar og konur. 25.11.2009 12:05
Nauðgunum á skemmtistöðum hefur fjölgað Hópnauðgunum og nauðgunum á skemmtistöðum fer fjölgandi hér á landi. Meiri en þriðjungur þeirra sem leita til Neyðarmóttöku vegna nauðgana eru 18 ára og yngri, eða 37%. Þetta kemur fram í svari Álfheiðar Ingadóttur, heilbrigðisráðherra, við fyrirspurn Önnu Pálu Sverrisdóttur, þingmanns Samfylkingar. 25.11.2009 11:25
Heimilum sem fá fjárhagsaðstoð fjölgar á ný Heimilum sem fá greidda fjárhagsaðstoð sveitarfélaga fjölgar á nýjan leik. Árið 2008 fengu 5029 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 749, eða 17,5%, frá árinu áður. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands en stofnunin hefur allt frá árinu 1987 leitað slíkra upplýsinga frá sveitarfélögum. 25.11.2009 10:49
Deilt um prjóna og Facebook á bæjarstjórnarfundi Tveir bæjarfulltrúar í Hafnarfirði deildu um prjóna og samskiptavefinn Facebook á fundi bæjarstjórnar í gær. Bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokks sagði áhugaleysi bæjarfulltrúa meirihlutans með ólíkindum. Bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar svaraði um hæl og sagðist vera ofvirk og eiga auðveldara með að halda athygli þegar hún prjónar. Ekkert af þessu var þó bókað í fundargerð því deilurnar áttu sér stað netinu. Nánar til tekið á Facebook. 25.11.2009 10:26
Dóttir Hróa hattar í þýskum banka Sextíu og tveggja ára gömul þýsk kona hefur verið dæmd fyrir að færa tæplega átta milljónir evra á milli reikninga í bankanum sem hún vann hjá. Það er um einn og hálfur milljarður íslenskra króna. 25.11.2009 10:14
Rakettumaður í millilandaflugi Svissneski ofurhuginn Yves Rossy ætlar í dag að reyna að fljúga í rakettugalla sínum frá Marokkó til Spánar. Hann hefur áður flogið yfir Ermarsund. 25.11.2009 09:45
Á fimmta þúsund salerni um borð Oasis of the Seas hin nýja kostaði andvirði rúmlega 170 milljarða íslenskra króna í framleiðslu og má hreinlega líkja við fljótandi smáríki. 25.11.2009 08:47
Washington Post rifar seglin Bandaríska blaðið Washington Post lokar síðustu skrifstofum sínum utan Washington á gamlársdag vegna fjárhagsstöðu blaðsins. 25.11.2009 08:45
BHM andmælir frekari skerðingum á fæðingarorlofi Bandalag háskólamanna lýsir andstöðu við frekari skerðingu réttinda í fæðingarorlofi, þar sem slíkt er skref afturábak í jafnréttismálum og vegur að réttindum barna og fjölskyldna. Þetta kemur fram í ályktun miðstjórnar BHM en þar er bent á að markmið fæðingarorlofs sé að tryggja barni samvistir við báða foreldra og gera bæði konum og körlum kleift að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. 25.11.2009 08:35
Fermingarbörn söfnuðu átta milljónum Rúmlega 8 milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 9. og 10. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til rúmlega 3000 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Féð rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum, Eþíópíu, Malaví og Úganda. 25.11.2009 08:30
Ráfaði um neðanjarðarlestarkerfið í ellefu daga 13 ára gamall drengur sem haldinn er Asperger heilkenni eyddi ellefu dögum neðanjarðar á flakki um neðanjarðarlestakerfið í New York í síðasta mánuði. Drengurinn hafði strokið að heiman þar sem hann áleit sig hafa gert eitthvað af sér í skólanum. Foreldrar drengsins höfðu strax samband við lögreglu en fengu litla hjálp. 25.11.2009 08:26
Lögreglan fylgist með vændishúsum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar vikur fylgst með fjórum húsum víðsvegar um borgina sem grunur leikur á að séu notuð undir vændisstarfssemi. Þetta kemur fram í DV í dag. Húsin eru í miðbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Breiðholti og í Kópavogi. Að sögn blaðsins hafa ómerktir lögreglubílar sinnt eftirliti við húsin síðustu tvo mánuði og fylgst með gestakomum því kaup á vændi og milliganga um slík viðskipti eru bönnuð þótt sala vændis sé heimil samkvæmt lögum. 25.11.2009 08:25
Hvetja almenning til að hjálpa hungruðum Bandaríkjastjórn hvetur almenning í landinu til að koma náunga sínum til hjálpar og aðstoða bágstadda með því að gefa þeim mat og aðrar nauðsynjar en um 15 prósent bandarískra heimila voru orðin þannig stödd í fyrra að ekki voru til peningar fyrir matvælum til að draga fram lífið. 25.11.2009 07:37
Ölvaður ökumaðir olli þriggja bíla árekstri Litlu munaði að illa færi þegar ölvaður ökumaður fór yfir á rangan vegarhelming á Reykjanesbraut á milli Grænásvegar og Hafnavegar í gærkvöldi. Bíllinn rakst utan í tvo aðra sem voru að koma úr gagnstæðri átt og skemmdust allir bílarnir töluvert. Meiðsli á fólki voru hins vegar minniháttar. 25.11.2009 07:23
Átján uppreisnarmenn drepnir í Pakistan Pakistanskir hermenn drápu 18 uppreisnarmenn í Khyber-héraðinu í Norðvestur-Pakistan í gær. Uppreisnarmennirnir tilheyrðu Lashkar-e-islam-hryðjuverkasamtökunum en hermennirnir gerðu árás á búðir þeirra og tóku auk þess sex manns höndum. 25.11.2009 07:20
Stálu yfir 1.000 minkum Lögregla á Norður-Jótlandi rannsakar nú umfangsmesta loðdýraþjófnað í sögu Danmerkur en aðfaranótt þriðjudags stálu óþekktir og óprúttnir aðilar 1.023 lifandi minkum úr minkabúi nálægt Dybvad. 25.11.2009 07:18
Hægir á útbreiðslu HIV Um 25 milljónir manna hafa látist af völdum alnæmis í öllum heiminum og allt í allt hafa 60 milljónir smitast af HIV-veirunni síðan hún kom fyrst fram. 25.11.2009 07:17
Liðsmenn ungliðahreyfingar Baska handteknir Lögregla á Spáni handtók í gær 36 félaga í æskulýðsarmi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, en armurinn var bannaður árið 2007 vegna tengsla sinna við samtökin. 25.11.2009 07:12
Vill að fjölmiðlar fái stuðning frá ríkinu Þóra Kristín Ásgeirsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, telur að ríkisvaldið eigi að styðja við fjölmiðla til að tryggja innviði þeirra og lýðræðislega umræðu. Slíkt sé alþekkt á Norðurlöndunum. Hún saknar ákvæðis þar um í frumvarpi um fjölmiðlalög sem lagt verður fyrir Alþingi á næstu vikum. 25.11.2009 06:00
Dómstólar sagðir að kafna í málafjölda Héraðsdómur Reykjavíkur er að sligast undan miklum málafjölda. „Það er hrúgað stöðugt á dómstólana eins og þeir séu botnlaus hít sem taki endalaust við,“ segir Helgi Jónsson, dómstjóri í Reykjavík. 25.11.2009 06:00
Viljum gleðjast þótt tímar séu erfiðir „Einmitt í svona árferði er ákveðið sjónarmið að horfa fram á veginn og láta skína í að það séu bjartari tímar fram undan," segir Þórður Snorri Óskarsson, aðjúnkt í vinnusálfræði við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, spurður hvort fyrirtæki eigi að halda jólahlaðborð í kreppunni eða borga starfsmönnum frekar andvirði þess. 25.11.2009 06:00
Börn eiga að fá að vera skítug Það á að leyfa börnum að vera svolítið skítug endrum og eins. Í grein sem birtist í vísindaritinu Nature Medicine kemur fram að of mikið hreinlæti geti komið í veg fyrir að sár grói eðlilega. 25.11.2009 06:00
Rafmagnsmál leikskóla víða í ólestri Raflögnum og rafbúnaði í leikskólum er víða ábótavant samkvæmt úttekt Brunamálastofnunar. Örn Sölvi Halldórsson, sérfræðingur á rafmagnsöryggissviði stofnunarinnar, segir alvarlegustu athugasemdirnar snúa að merkingum í rafmagnstöflum og biluðum tenglum á svæðum þar sem börn eru. 25.11.2009 05:30
Frestur til að höfða riftunarmál lengdur Slitastjórnir gömlu bankanna fá lengri frest en áður til að höfða mál til að fá óeðlilegum fjármálagjörningum rift, samkvæmt frumvarpi sem Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra kynnti í ríkisstjórn í gærmorgun. Slitastjórnirnar höfðu lýst áhyggjum af of skömmum fresti í bréfi til tveggja ráðuneyta. „Okkar mat var að það væri alveg rétt,“ segir Gylfi. 25.11.2009 05:00
Vilja göng til Dýrafjarðar Sama dag og lokasprengjan í Óshlíðargöngum verður sprengd er efnt til baráttufundar um önnur göng, Dýrafjarðargöngin. Fundurinn fer fram í Edinborgarhúsinu á Ísafirði í hádeginu á laugardaginn. 25.11.2009 04:45
Haldið sofandi í öndunarvél Manninum sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir um síðustu helgi er enn haldið sofandi í öndunarvél, samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í gær. 25.11.2009 04:30
Alnæmisfaraldur leggur færri að velli Undanfarin tvö ár hefur fjöldi HIV-smitaðra í heiminum staðið nokkurn veginn í stað, í rúmum 33 milljónum. Dauðsföllum af völdum alnæmisveirunnar hefur fækkað um tíu prósent undanfarin fimm ár. 25.11.2009 04:15
Engar tilraunir gerðar „Það er góð regla að gera ekki tilraunir á viðskiptavinum,“ segir Tómas Tómasson, stundum kenndur við Tommaborgara. Tommi hefur í fjögur og hálft ár rekið Hamborgarabúlluna og stefnir á að opna fjórða staðinn við Ofanleiti 14 í vikunni. 25.11.2009 04:00
Tóku kannabis fyrir 4,5 milljónir Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók í fyrrakvöld marijúana, tilbúið til sölu, að andvirði um 4,5 milljónir króna í götusölu. 25.11.2009 03:45
Glókollur hefur numið land Glókollur, sem er minnsti fugl Evrópu og kallaður fuglakóngur í Skandinavíu, er einn af nýlegum landnemum á Íslandi. 25.11.2009 03:30
Vill frekari rök fyrir fækkun kennslustunda Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur beðið sveitarfélögin að rökstyðja nánar hugmyndir um að fækka lögbundnum kennslustundum í grunnskólum um þrjár til fjórar á viku. 25.11.2009 03:15
Beiðnin samþykkt vestra Dómstóll í Delaware í Bandaríkjunum féllst í gær á gjaldþrotabeiðni Decode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE). Beiðnin var send fyrir viku. 25.11.2009 03:00
Gegn ólöglegum fiskveiðum Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði alþjóðasamning um aðgerðir hafríkja gegn ólöglegum fiskveiðum í Róm. Jón var þar staddur á aðalfundi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna. 25.11.2009 02:30
Árni hefði ekki gert slíka kröfu Árna Páli Árnasyni félagsmálaráðherra var ekki kunnugt um að ráðgjafi hans, Yngvi Örn Kristinsson hagfræðingur, hygðist gera kröfu upp á 230 milljónir í bú Landsbankans. 25.11.2009 02:00
Walesa í mál við Kaczinsky Lech Walesa, fyrrverandi forseti Póllands, er kominn í mál við Lech Kaczynski, núverandi forseta. Walesa krefst afsökunarbeiðni frá Kaczynski eða skaðabóta ella. 25.11.2009 02:00
Skiptum ekki um stefnu eftir fréttum Samkomulag ríkis og borgar um samgöngumiðstöð er í fullu gildi og öll umræða síðustu daga um hugsanlegar breytingar á því er að frumkvæði samgönguráðuneytis. 25.11.2009 01:45
Gefur fólki virkilega mikið að knúsa dýr „Það getur gefið fólki virkilega mikið að fá að knúsa dýr," segir Jóhanna Ósk Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur um þá nýbreytni sem hófst á líknardeild Landspítalans í gær að fá sérstakan hund í heimsókn á deildinni. 25.11.2009 01:30
Afstaða borgarinnar er skýr „Ég get lítið annað sagt um þetta mál en að fyrir liggur skýr afstaða borgaryfirvalda um að alhliða samgöngumiðstöð rísi við Hlíðarfótinn. Það kemur fram í minnisblaði sem Reykjavíkurborg og ríkisvaldið undirrituðu í apríl,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir borgarstjóri um hugmyndir um að reist verði ný flugstöð í stað samgöngumiðstöðvar. 25.11.2009 01:00
Veittu 12.600 milljarða leynilán Seðlabanki Englands veitti tveimur bönkum 62 milljarða punda leynilegt lán þegar bankakreppan skall á haustið 2008. Þetta kom fram í máli Mervins King seðlabankastjóra sem í gær sat fyrir svörum breskrar þingnefndar. 25.11.2009 01:00
Tveir yfirmenn voru líflátnir Tveir menn voru líflátnir í Kína í gær vegna framleiðslu og sölu á eitruðu mjólkurdufti, sem kostaði að minnsta kosti sex börn lífið síðastliðið vor. Talið er að meira en 300 þúsund manns hafi veikst eftir að hafa neytt mjólkurduftsins. Í duftinu var efni sem getur valdið nýrnabilun og nýrnasteinum. Efninu var bætt út í til þess að leyna því að mjólkin hafði verið útþynnt með vatni. 25.11.2009 00:30