Innlent

Ástæðulaust að óttast 500 milljóna króna niðurskurð

Ragnar Sær Ragnarsson, starfandi formaður leikskólaráðs Reykjavíkur, segir foreldra ekki þurfa að hafa nokkrar áhyggjur þrátt fyrir meira en 500 milljóna króna niðurskurð.

Niðurskurðarhnífurinn fer víða og leikskólasvið sleppur ekki. Þar á að skera niður um meira en hálfan milljarð eða tæp sex prósent. Það á að gerast án þess að það bitni á starfinu.

„Við höfum reynt að taka fjármuni sem eru ekki beint tengdir leikskólunum og höfum fyrst og fremst verið að horfa á það. Vissulega eru að litlu leyti einhverjir hlutir að lenda á leikskólunum og þar ætlum við að vinna með leikskólastjórum borgarinnar eins og hægt er. Við treystum okkar stjórnendum til þess að vinna með okkur þessu verkefni og vonumst eftir því að eiga mjög gott samtarfs við foreldra um þær leiðir sem verða farnar," segir Ragnar Sær.

Þær tillögur sem liggja fyrir gera ráð fyrir að ekki verði ráðið í þau störf sem losna, að afleysing vegna veikinda kennara verði skorin um fjórðung og dregið verði úr undirbúningstíma kennara fyrir námskrá.

Formaður leikskólaráðs óttast ekki, líkt og foreldraráð og nefndir, að þetta bitni á náminu eða verði til þess að leikskólakennarar þurfi að sinna fleiri börnum en eðlilegt geti talist.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×