Innlent

Haldið sofandi í öndunarvél

Flúðir Bústaðurinn þar sem slysið átti sér stað er í sumarbústaðalandinu
Hátorfu vestan við Langholtskot.
Flúðir Bústaðurinn þar sem slysið átti sér stað er í sumarbústaðalandinu Hátorfu vestan við Langholtskot.

Manninum sem féll ofan í húsgrunn við sumarbústað við Flúðir um síðustu helgi er enn haldið sofandi í öndunarvél, samkvæmt upplýsingum frá lækni á gjörgæsludeild Landspítalans í gær.

Nokkrar aðgerðir hafa verið gerðar á manninum, en ekki er ljóst hvort hann þarf að undirgangast fleiri. Hann slasaðist alvarlega við fallið þar sem sjö steypustyrktarjárn stungust inn í hann víðs vegar um líkamann.- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×