Alnæmisfaraldur leggur færri að velli 25. nóvember 2009 04:15 Skýrslan kynnt Michel Sidibe, framkvæmdastjóri Alnæmisstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sýnir eintak af nýrri skýrslu um ástand alnæmisfaraldursins.fréttablaðið/AP Undanfarin tvö ár hefur fjöldi HIV-smitaðra í heiminum staðið nokkurn veginn í stað, í rúmum 33 milljónum. Dauðsföllum af völdum alnæmisveirunnar hefur fækkað um tíu prósent undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna er talið að á síðasta ári hafi 33,4 milljónir manna verið með HIV-smit, en árið áður var þessi tala 33,2 milljónir. Útreikningarnir eru að vísu byggðir á stærðfræðilíkani og skekkjumörkin eru nokkrar milljónir. Ástæðan fyrir því að heldur hefur fjölgað í hópi smitaðra er einkum talin vera sú að dauðsföllum hefur fækkað. Alls er talið að nærri sextíu milljónir manna hafi smitast af HIV-veirunni frá því hún komst fyrst á kreik fyrir tæpum þremur áratugum. Um 25 milljónir þeirra hafa látist af orsökum sem tengjast veirunni. Síðan árið 1996 hefur tekist að bjarga 2,9 milljónum mannslífa með lyfjameðferð, en það ár komu fyrst á markað lyf sem vinna bug á sjúkdómnum. Auk þess hefur dregið úr nýsmiti um sautján prósent undanfarin átta ár. Sumir sérfræðingar telja þó að faraldurinn sé hugsanlega í rénun einfaldlega vegna þess að veiran sé komin á leiðarenda, frekar en að inngripum læknavísindanna sé að þakka. Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar staðfest að faraldurinn sé víða í rénun. Þá eru auk þess farnar að heyrast raddir um að breyta þurfi forgangsröðun þegar fjárstuðningi er úthlutað. Talið er að fjögur prósent allra dauðsfalla í heiminum verði af völdum alnæmis, en 23 prósentum allra heilbrigðisútgjalda er með einum eða öðrum hætti varið í baráttuna gegn alnæmi. „Við eigum ekki að láta þennan eina sjúkdóm skekkja alla alþjóðlega fjármögnun lengur, ekki síst þegar miklu auðveldara og ódýrara er að lækna mjög mannskæða sjúkdóma í þróunarlöndunum á borð við lungnabólgu og niðurgang,“ segir Philip Stevens, sérfræðingur hjá International Policy Network, sem er hugmyndaveita í London.- gb Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Undanfarin tvö ár hefur fjöldi HIV-smitaðra í heiminum staðið nokkurn veginn í stað, í rúmum 33 milljónum. Dauðsföllum af völdum alnæmisveirunnar hefur fækkað um tíu prósent undanfarin fimm ár. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Alnæmisstofnun Sameinuðu þjóðanna. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga Sameinuðu þjóðanna er talið að á síðasta ári hafi 33,4 milljónir manna verið með HIV-smit, en árið áður var þessi tala 33,2 milljónir. Útreikningarnir eru að vísu byggðir á stærðfræðilíkani og skekkjumörkin eru nokkrar milljónir. Ástæðan fyrir því að heldur hefur fjölgað í hópi smitaðra er einkum talin vera sú að dauðsföllum hefur fækkað. Alls er talið að nærri sextíu milljónir manna hafi smitast af HIV-veirunni frá því hún komst fyrst á kreik fyrir tæpum þremur áratugum. Um 25 milljónir þeirra hafa látist af orsökum sem tengjast veirunni. Síðan árið 1996 hefur tekist að bjarga 2,9 milljónum mannslífa með lyfjameðferð, en það ár komu fyrst á markað lyf sem vinna bug á sjúkdómnum. Auk þess hefur dregið úr nýsmiti um sautján prósent undanfarin átta ár. Sumir sérfræðingar telja þó að faraldurinn sé hugsanlega í rénun einfaldlega vegna þess að veiran sé komin á leiðarenda, frekar en að inngripum læknavísindanna sé að þakka. Sameinuðu þjóðirnar hafa þegar staðfest að faraldurinn sé víða í rénun. Þá eru auk þess farnar að heyrast raddir um að breyta þurfi forgangsröðun þegar fjárstuðningi er úthlutað. Talið er að fjögur prósent allra dauðsfalla í heiminum verði af völdum alnæmis, en 23 prósentum allra heilbrigðisútgjalda er með einum eða öðrum hætti varið í baráttuna gegn alnæmi. „Við eigum ekki að láta þennan eina sjúkdóm skekkja alla alþjóðlega fjármögnun lengur, ekki síst þegar miklu auðveldara og ódýrara er að lækna mjög mannskæða sjúkdóma í þróunarlöndunum á borð við lungnabólgu og niðurgang,“ segir Philip Stevens, sérfræðingur hjá International Policy Network, sem er hugmyndaveita í London.- gb
Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira