Innlent

Tóku kannabis fyrir 4,5 milljónir

Kannabisræktun Lögreglan tók kíló af marijúana, sem tilbúið var til sölu á  götunni.
Kannabisræktun Lögreglan tók kíló af marijúana, sem tilbúið var til sölu á götunni.

Fíkniefnadeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu tók í fyrrakvöld marijúana, tilbúið til sölu, að andvirði um 4,5 milljónir króna í götusölu.

Á Laugavegi, á efstu hæð í fjölbýli, upprætti lögreglan kannabisræktun, tæpar 80 plöntur, á ýmsum stigum ræktunar, og var tæplega helmingur þeirra á lokastigi. Hafði lögreglumaður á leið til vinnu gengið framhjá húsinu og fundið kannabiskeim. Hann hringdi í samstarfsmenn sína, sem runnu á lyktina og knúðu dyra hjá húsráðanda, manni á þrítugsaldri. Hann gekkst við að eiga ræktunina. Hjá honum fundust um 300 grömm af marijúana, sem búið var að þurrka og var tilbúið til sölu. Einnig fannst nokkurt magn af sterum. Jafnframt 70 þúsund krónur sem talið er að séu ágóði af fíkniefnasölu.

Næst bar lögreglu niður skammt frá miðbæ Hafnarfjarðar, í litlu tvíbýli. Lögreglumenn höfðu fylgst með húsnæðinu skamma stund þegar húsráðandi, karlmaður á þrítugsaldri, kom út úr íbúðinni. Hann var stöðvaður og honum snúið til baka. Mikinn kannabisþef lagði þá frá íbúðinni. Nýbúið var að klippa niður ræktun þar inni. Við húsleit fundust tuttugu plöntur og um 700 grömm af marijúana sem var búið að þurrka og var tilbúið til sölu.

Mennirnir viðurkenndu báðir sölu á efnunum.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×