Erlent

Tveir yfirmenn voru líflátnir

Harmur Ein mæðranna sem misstu barn vegna mjólkurinnar.nordicphotos/AFP
Harmur Ein mæðranna sem misstu barn vegna mjólkurinnar.nordicphotos/AFP

Tveir menn voru líflátnir í Kína í gær vegna framleiðslu og sölu á eitruðu mjólkurdufti, sem kostaði að minnsta kosti sex börn lífið síðastliðið vor.

Talið er að meira en 300 þúsund manns hafi veikst eftir að hafa neytt mjólkurduftsins. Í duftinu var efni sem getur valdið nýrnabilun og nýrnasteinum. Efninu var bætt út í til þess að leyna því að mjólkin hafði verið útþynnt með vatni.

Mennirnir báðir voru framkvæmdastjórar í fyrirtækinu Sanlu, sem framleiddi duftið. Þrír aðrir yfirmenn hlutu fimm til fimmtán ára fangelsisdóma.

- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×