Innlent

Glókollur hefur numið land

Glókollur Agnarsmár en harður af sér. Hann finnst nú víðast hvar.
Glókollur Agnarsmár en harður af sér. Hann finnst nú víðast hvar.

Glókollur, sem er minnsti fugl Evrópu og kallaður fuglakóngur í Skandinavíu, er einn af nýlegum landnemum á Íslandi.

Útbreiðsla fuglsins hefur verið könnuð skipulega á Vesturlandi, þar sem glókollar finnast allvíða, og er nú ljóst að hann hefur orpið hér á hverju sumri undanfarin ár. Lengi vel var hann einungis flækingsfugl hérlendis en finnst nú víða um land og virðist sem tegundin hafi náð góðri fótfestu.

Róbert A. Stefánsson, forstöðumaður á Náttúrustofu Vesturlands, segir að útbreiðsla glókolls sé smám saman að aukast þótt mikið bakslag hafi orðið veturinn 2004-2005 þegar fuglinn virðist hafa hríðfallið. „Fyrstu árin á eftir fjölgaði glókollum hægt en síðustu tvö ár virðist stofninn hafa tekið rækilega við sér aftur og stofninn nálgast nú að vera jafnstór og hann var sumarið 2004.“

Náttúrustofan hefur fylgst með útbreiðslunni á Vesturlandi frá árinu 2003. Verkefnið verður kynnt á ráðhúsloftinu í Stykkishólmi annað kvöld.- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×