Innlent

Engar tilraunir gerðar

úr búllunni Nemendur Verzlunarskólans gæða sér á fríum borgurum.
Fréttablaðið/gva
úr búllunni Nemendur Verzlunarskólans gæða sér á fríum borgurum. Fréttablaðið/gva

„Það er góð regla að gera ekki tilraunir á viðskiptavinum,“ segir Tómas Tómasson, stundum kenndur við Tommaborgara. Tommi hefur í fjögur og hálft ár rekið Hamborgarabúlluna og stefnir á að opna fjórða staðinn við Ofanleiti 14 í vikunni.

Tommi hefur gert það að vana sínum að gefa þeim að smakka af matseðlinum sem leið eiga fram hjá nýjum búllum fyrir formlega opnun þeirra. Svo var einnig á föstudag þegar nemendur við Verzlunarskóla Íslands, sem er í næsta nágrenni, fengu á bilinu þrjú til fjögur hundruð hamborgara í tilraunaskyni hjá honum.

„Við erum að prófa tækin og tólin. Það er alltaf eitthvað sem getur farið úrskeiðis,“ segir Tommi.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×