Innlent

Vill frekari rök fyrir fækkun kennslustunda

Katrín Jakobsdóttir
Katrín Jakobsdóttir

Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur beðið sveitarfélögin að rökstyðja nánar hugmyndir um að fækka lögbundnum kennslustundum í grunnskólum um þrjár til fjórar á viku.

Fréttablaðið sagði frá því í gær að Samband íslenskra sveitarfélaga hefði kynnt henni hugmyndir um breytingar á grunnskólalögum til að auðvelda sveitarfélögunum að hagræða í rekstri skólanna.

Katrín segist vilja skoða fagleg áhrif hugmyndanna og fá nánari upplýsingar um hve mikið sveitarfélögin telja sig geta sparað með breytingunni. Hún vill ekki tjá sig um líkur á því að hún leggi fram frumvarp um breytingar í samræmi við tillögurnar á næstunni. - pg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×