Erlent

Stálu yfir 1.000 minkum

Atli Steinn Guðmundsson skrifar

Lögregla á Norður-Jótlandi rannsakar nú umfangsmesta loðdýraþjófnað í sögu Danmerkur en aðfaranótt þriðjudags stálu óþekktir og óprúttnir aðilar 1.023 lifandi minkum úr minkabúi nálægt Dybvad. Tjónið nemur um 200.000 dönskum krónum sem er jafnvirði tæpra fimm milljóna íslenskra króna. Eigandi minkabúsins segir það dagljóst að fagfólk í loðdýrarækt hafi verið á ferð þar sem það sé engan veginn á færi leikmanna að flytja svo marga lifandi minka milli staða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×