Erlent

Ráfaði um neðanjarðarlestarkerfið í ellefu daga

MYND/AP

13 ára gamall drengur sem haldinn er Asperger heilkenni eyddi ellefu dögum neðanjarðar á flakki um neðanjarðarlestakerfið í New York í síðasta mánuði. Drengurinn hafði strokið að heiman þar sem hann áleit sig hafa gert eitthvað af sér í skólanum. Foreldrar drengsins höfðu strax samband við lögreglu en fengu litla hjálp.

Þau hófu þá leit að drengnum upp á eigin spýtur og hengdu upp myndir af honum víða í borginni. Að lokum fann lögreglumaður drenginn á lestarstöð í öðrum hluta borgarinnar. Móðir drengsins segir að hann hafi sofið í lestarvögnum og notað klósettin á lestarstöðum og líklegast ekki komið upp á yfirborðið allan þann tíma sem hann var týndur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×