Erlent

Hægir á útbreiðslu HIV

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Skýringarmynd af HIV-veirunni.
Skýringarmynd af HIV-veirunni.

Um 25 milljónir manna hafa látist af völdum alnæmis í öllum heiminum og allt í allt hafa 60 milljónir smitast af HIV-veirunni síðan hún kom fyrst fram. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna en þar er jafnframt tekið fram að töluvert hafi hægt á útbreiðslu veirunnar og nýjum smittilfellum þar með fækkað umtalsvert. Þessi samdráttur nemur 17 prósentum síðustu átta árin. Í fyrra greindust 2,7 milljónir manna með HIV-smit og er heildarfjöldi smitaðra í heiminum nú 33 og hálf milljón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×