Erlent

Liðsmenn ungliðahreyfingar Baska handteknir

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hús í rúst eftir sprengingu sem ETA-samtökin lýstu á hendur sér á sínum tíma.
Hús í rúst eftir sprengingu sem ETA-samtökin lýstu á hendur sér á sínum tíma.

Lögregla á Spáni handtók í gær 36 félaga í æskulýðsarmi ETA, aðskilnaðarsamtaka Baska, en armurinn var bannaður árið 2007 vegna tengsla sinna við samtökin. Handtökurnar áttu sér stað á sjálfsstjórnarsvæði Baska og í héraðinu Navarra þar við hliðina á. Félögum í æskulýðshreyfingu ETA er gefið að sök að hafa staðið fyrir óeirðum á götum úti í Baskalandi auk þess sem vitað er að þeir hafa með höndum að fá nýja liðsmenn til að ganga í aðskilnaðarsamtökin sem á þessu ári hafa gerst sek um morð á þremur spænskum lögreglumönnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×