Innlent

Beiðnin samþykkt vestra

kári stefánsson Nýtt fyrirtæki mun líta dagsins ljós eftir að greiðslustöðvunartíma Decode lýkur í byrjun næsta árs.Fréttablaðið/vilhelm
kári stefánsson Nýtt fyrirtæki mun líta dagsins ljós eftir að greiðslustöðvunartíma Decode lýkur í byrjun næsta árs.Fréttablaðið/vilhelm

Dómstóll í Delaware í Bandaríkjunum féllst í gær á gjaldþrotabeiðni Decode, móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar (ÍE). Beiðnin var send fyrir viku.

Greiðslustöðvunin gildir fram í janúar og mun fyrirtækið halda starfsemi áfram þangað til. Fram að þeim tíma mun bandaríska félagið Saga Investments fjármagna rekstur ÍE hér á landi og selja erlendar eignir félagsins upp í skuldir. Opnað verður fyrir önnur tilboð í reksturinn.- jab




Fleiri fréttir

Sjá meira


×