Innlent

Lögreglan fylgist með vændishúsum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur undanfarnar vikur fylgst með fjórum húsum víðsvegar um borgina sem grunur leikur á að séu notuð undir vændisstarfssemi. Þetta kemur fram í DV í dag. Húsin eru í miðbæ Reykjavíkur, Grafarvogi, Breiðholti og í Kópavogi. Að sögn blaðsins hafa ómerktir lögreglubílar sinnt eftirliti við húsin síðustu tvo mánuði og fylgst með gestakomum því kaup á vændi og milliganga um slík viðskipti eru bönnuð þótt sala vændis sé heimil samkvæmt lögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×