Erlent

Átján uppreisnarmenn drepnir í Pakistan

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Hluti þeirra vista sem stolið hefur verið úr flutningalestum á leið til Afganistan.
Hluti þeirra vista sem stolið hefur verið úr flutningalestum á leið til Afganistan.

Pakistanskir hermenn drápu 18 uppreisnarmenn í Khyber-héraðinu í Norðvestur-Pakistan í gær. Uppreisnarmennirnir tilheyrðu Lashkar-e-islam-hryðjuverkasamtökunum en hermennirnir gerðu árás á búðir þeirra og tóku auk þess sex manns höndum. Þá var lagt hald á töluvert af vopnum og skotfærum í búðunum. Uppreisnarmenn, hvort tveggja talibanar og liðsmenn Lashkar-e-islam hafa undanfarið ráðist á birgðaflutningalestir sem flytja vistir gegnum Pakistan til bandarískra og breskra hermanna í Afganistan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×