Innlent

Fermingarbörn söfnuðu átta milljónum

Rúmlega 8 milljónir króna söfnuðust þegar fermingarbörn um land allt gengu í hús þann 9. og 10. nóvember með bauk Hjálparstarfs kirkjunnar. Undanfari þess var fræðsla til rúmlega 3000 fermingarbarna um aðstæður í fátækum löndum Afríku, sérstaklega um skort á hreinu vatni að því er fram kemur í tilkynningu frá Hjálparstarfi kirkjunnar. Féð rennur til vatnsverkefna Hjálparstarfsins í Afríkulöndunum, Eþíópíu, Malaví og Úganda.

Að sögn er árangur af söfnuninni í ár betri en í fyrra en þá söfnuðust 7,7 milljónir króna. Metárið 2007 söfnuðust 8,2 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×