Fleiri fréttir Afi í átján mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti átján mánaða fangelsisdóm yfir afa stúlku sem hann misnotaði og braut gróflega gegn trúnaðartrausti hennar. Stúlkan er fædd 1994. Afi stúlkunnar var sakfelldur fyrir að hafa í fjögur skipti þuklað innan- og utanklæða á brjóstum hennar, rassi og kynfærum. Þá strauk hann einnig rass hennar utanklæða. 12.11.2009 16:52 Frjálslyndir íhuga að stefna Ólafi F. og borgarstjóra „Frjálslyndir þurfa líklega að stefna borgastjóra og Ólafi,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Frjálslynda flokksins sem þar birtist í dag. Framkvæmdarstjórn flokksins segist hafa fregnað að innri endurskoðun borgarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að það leiki verulegur vafi á því hvert styrkir til stjórnmálaflokka skuli renna. 12.11.2009 16:22 Drengurinn fer aftur til ömmu: „Þetta er bara ólýsanlegt“ „Við erum að fá hann hingað heim,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem hún hefur barist fyrir að fá aftur. Nú hefur Félags- og tryggingamálaráðuneytið úrskurðað að drengurinn skuli vera hjá ömmu sinni þar til dómur fellur í máli móður hans um það hvort hún fái að halda forræði yfir honum. 12.11.2009 16:58 Lengra skilorð fyrir heimilisofbeldi Hæstiréttur staðfesti dóm yfir karlmanni sem misþyrmdi fyrrverandi sambýliskonu sinni og börnum hennar. Maðurinn réðist meðal annars á konuna í apríl 2007 þegar hún hélt á ungum syni þeirra. Þá snéri hann upp á höndina hennar með þeim afleiðingum að hún fingurbrotnaði. 12.11.2009 16:40 Stjórnarflokkarnir funda um skattahækkanir Þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman í kvöld til að ræða breytingar á skattkerfinu og fyrirhugaðar skattahækkanir en milljarða hækkanir á sköttum eru sagðar í pípunum. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur til skoðunar er mismunandi tekjuskattsþrep. 12.11.2009 16:31 Grannt fylgst með rússnesku olíuskipi Landhelgisgæslan fylgist grannt með olíuskipinu Urals Star sem er á siglingu 12 mílur suður af Dyrhólaey með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Fylgst er með skipinu eftirlitsbúnaði stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar enda afar viðkvæmur farmur um borð sem myndi valda miklum skaða ef eitthvað færi úrskeiðis, að fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 12.11.2009 15:59 Gjaldfrjáls bólusetning Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt að bólusetning gegn svínaflensunni, eða H1N1 inflúensunni, verði öllum að kostnaðarlausu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar tilkynnt viðkomandi stofnunum ákvörðun sína, en einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu né fyrir sjálft bóluefnið. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með næsta mánudegi. 12.11.2009 15:57 Borgarfulltrúar borgi sjálfir fyrir laxveiði- og leikhúsferðir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, hyggst leggja til á næsta borgarstjórnarfundi að borgarfulltrúar greiði úr eigin vasa fyrir laxveiði- og leikhúsferðir sem þeim er boðið í sem kjörnum fulltrúum. 12.11.2009 15:51 Fjórir á gjörgæslu vegna svínaflensu 28 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með svínaflensu eða H1N1 inflúensuna. Þar af eru fjórir sem haldið er á gjörgæslu. Síðasta sólarhringinn voru þrír sjúklingar útskrifaðir af spítalanum eftir að hafa verið inniliggjandi vegna svínaflensu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 12.11.2009 15:27 Norðmenn óttast vanskapaða risaþorska Norskir fiskimenn eru óttaslegnir vegna vanskapaðra risaþorska sem hafa verið að koma í net þeirra í Lyngenfirði undan Tromsö. 12.11.2009 15:06 SUS: Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar Samband ungra sjálfstæðismanna telur að Sjálfstæðisflokkurinn verði að biðjast afsökunar á sínum þætti í því að hafa stóraukið ríkisútgjöld á síðustu árum. Stjórn SUS telur að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins þannig að hægt verði að ná fram raunhæfum fjárlögum án skattahækkana og án þess að það komi verulega niður á velferðar-, heilbrigðis- eða menntakerfinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá SUS. 12.11.2009 14:28 Íslensk kona í framboði í Kaupmannahöfn Það verður íslenskur bragur yfir borgarstjórnarkosningum í Kaupmannahöfn sem haldnar verða þann 17. nóvember næstkomandi en hin 26 ára Iðunn Haraldsdóttir er í framboði fyrir Enhedslistann í Kaupmannahöfn. Það er rauð-grænt framboð og í ætt við Vinstri græna hér á landi. 12.11.2009 14:07 Jörðin ferst ekki 2012 -NASA Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur séð ástæðu til þess að fullvissa fólk um að endalok jarðarinnar verði ekki tuttugasta og fyrsta desember árið 2012. 12.11.2009 14:01 Ragna vill auka framlög til dómstóla Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. 12.11.2009 13:58 Síðasti bæjarstjórnarfundur bæjarstjórans Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í gærkvöldi en hún tekur við sem sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli um næstu mánaðarmót. Ekki hefur verið greint frá því hver verður eftirmaður Jónu Kristínar í embætti bæjarstjóra. 12.11.2009 13:48 Sveitafélög á Suðurnesjum í samstarf með Umferðarstofu Sveitarfélög á Suðurnesjum skrifuðu undur samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum og virkjar sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku. 12.11.2009 13:26 Lækkunin setur fjármögnun framkvæmda í uppnám Lækkun á lánshæfismati Orkuveitu Reykjavíkur niður í ruslflokk setur fjármögnun framtíðar framkvæmda í uppnám. Þetta segir forstjóri Orkuveitunnar. Þetta hefur þó ekki áhrif á lán Evrópska fjárfestingabankans til orkuveitunnar. Höskuldur Kári Schram 12.11.2009 12:40 Gömul skinnhandrit ekki lengur í Þjóðmenningarhúsinu Óvíst er hvenær gömul skinnhandrit sem hafa verið til sýnis í Þjóðmenningarhúsi, verða sýnd þar að nýju. Handritin voru tekin þaðan um miðjan október, vegna framkvæmda í Þjóðmenningarhúsinu. 12.11.2009 12:24 Ólafur spyr um veiðiferðir borgarfulltrúa Ólafur F. Magnússon óskar þess á fundi borgarráðs í dag, að fá svör við því hverjir borgarfulltrúa hefðu þegið boð um veiði í Elliðaánum á kjörtímabilinu. Þá spyr hann einnig um kostnað vegna laxveiðinnar, enn fremur um boðsferðir borgarfulltrúa í leikhús og fleira. Meðal þess sem Ólafur vill að komi fram í dagsljósið er hversu mikið borgarfulltrúarnir þyrftu annars að greiða úr eigin vasa fyrir þessi hlunnindi. 12.11.2009 12:17 Mælti fyrir lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en það var ekki afgreitt sem lög. 12.11.2009 12:07 Á annað hundrað DVD myndum stolið Brotist var inn í bíl í Árbæ í gær og úr honum stolið tveimur GPS-tækjum, DVD spilara og tösku sem í voru á annað hundrað DVD myndir. 12.11.2009 12:04 Sakar bæjaryfirvöld um að reisa grjótgarð á einkalandi Bóndinn og áhugaleikarinn Helgi Andersen á Þórkötlustöðum í Grindavík hefur sent formlegt erindi til bæjarstjórnar Grindavíkur vegna grjótgarðs sem yfirvöld reistu á landi hans. 12.11.2009 11:49 Fullviss um að Bæjarins besta hafi verið mörgum til ánægju Héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á Ísafirði fagnar 25 ára afmæli sínu þessa dagana. „Þeir sem að Bæjarins besta standa eru þess fullvissir, að útgáfa blaðsins í aldarfjórðung hafi verið Vestfirðingum og mörgum öðrum til ánægju, gagnsemi og fróðleiks. Undirtektirnar hafa sýnt það. Fyrir þær skal þakkað sérstaklega á þessum tímamótum,“ segir í tilkynningu frá blaðinu. 12.11.2009 11:41 Forbes: Obama valdamesti maður jarðar Forbes tímaritið bandaríska hefur tekið saman lista yfir 67 valdamestu einstaklina jarðarkringlunnar. Á toppi listans trónir Barack Obama bandaríkjaforseti og í öðru sæti er kollegi hans í Kína, Hu Jintao. Þriðja sætið vermir síðan Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands og fyrrverandi forseti og í því fjórða er Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. 12.11.2009 11:41 Draumur vinstrimanna að hækka loksins skatta „Það getur vel verið að þetta sé hinn tæri draumur vinstrimanna að komast núna loksins í það að hækka almennilega skatta. Stóra einstaka málið er þó það sem ég bið stjórnarmenn að hugsa að hér um að ræða málfrelsi í þinginu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf Alþingis í dag. 12.11.2009 11:15 Sjálfstæðismenn farnir að spyrja alvöru spurninga Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í dag ánægjulegt að sjálfstæðismenn væru farnir að spyrja alvöru spurninga varðandi ráðningar hjá hinu opinbera. Í umræðum um ráðningar í ráðuneytin án auglýsingar sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, flokk sinn og aðra flokka sem sátu í ríkisstjórn á árum áður ekki hafa verið til fyrirmyndar í þessum efnum. 12.11.2009 10:54 Segir hugsanlegt fósturforeldri lofa hvolpi „Hún er búin að lofa honum hvolpi,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. 12.11.2009 10:49 Réttað yfir sjóðsstjóra og miðlara Aðalmeðferð er hafin í máli Ríkislögreglustjóra gegn sjóðstjórnanum Daníels Þórðarsonar og verðbréfamiðlaranum Stefni Inga Agnarssonar fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir störfuðu fyrir Kaupþing. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista alls sex sinnum frá janúar til febrúar á síðasta ári. 12.11.2009 10:01 Fjárhagsstaða dómstóla rædd á þingi Fjárhagsstaða dómstóla verður rædd í umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag að beiðni Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Til andsvara verður Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Umræðan hefst klukkan 13:30. 12.11.2009 09:57 Tyson handtekinn enn á ný Hnefaleikameistarinn fyrrverandi, Mike Tyson, var handtekinn á flugvellinum í Los Angeles í gær eftir að til átaka kom milli hans og ljósmyndara. 12.11.2009 08:58 Sonur Escobars biðst afsökunar Sonur kókaínbarónsins Pablo Escobar segist harma afbrot föður síns. 12.11.2009 08:53 Kínverjar reka ólögleg fangelsi Kínverjar reka fjölda ólöglegra fangelsa í hótelum, hjúkrunarheimilum og geðsjúkrahúsum í ríkiseigu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch greina frá þessu og byggja upplýsingarnar á viðtölum við 38 manns sem verið hafa í haldi í slíkum fangelsum. 12.11.2009 08:51 Skátaforingi hafði mök við barn Danskur fyrrverandi skátaforingi á fertugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa kynmök við skátastúlku undir lögaldri en brotin áttu sér stað frá því að stúlkan var 13 ára og þar til hún varð 15 ára. 12.11.2009 08:45 Vafasamur ljósmyndari í Bretlandi Breskur dómstóll hefur bannað þrítugum manni að bera myndavél á almannafæri í tvö ár auk þess sem honum er gert að sinna samfélagsþjónustu í eitt ár. 12.11.2009 08:41 Afhentu Svandísi hvirfilbyl Fulltrúar Breytenda, ungliðahreyfingar Hjálparstarfs kirkjunnar, afhentu Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, undirskriftir sem hreyfingin safnaði undir yfirskriftinni hlýnun jarðar er mannréttindamál. Undirskriftunum hafði verið safnað á íspinnaprik við ýmsa gjörninga og atburði í sumar og haust og úr þeim var byggður hvirfilbylur sem er táknrænn fyrir þann vanda sem steðjar að jörðinni, verði ekkert að gert. 12.11.2009 08:23 Milljarðar í bónusa í varnarmálaráðuneyti Starfsfólk breska varnarmálaráðuneytisins hefur fengið 47 milljónir punda, jafnvirði tæpra tíu milljarða króna, í bónusgreiðslur það sem af er yfirstandandi fjárhagsári. 12.11.2009 08:21 Flughált á Fjarðarheiði Á Austurlandi, er flughált á Fjarðarheiði og víða hálka eða hálkublettir inn til landsins þótt autt sé með ströndinni. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og í Miðdölum en hálkublettir víðar. 12.11.2009 08:19 Ræður Obama frá því að auka við herliðið í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl hefur skrifað Bandaríkjaforseta bréf þar sem lagst er gegn því að auka við liðssöfnuð bandaríska hersins í Afganistan. Bréfinu hefur verið lekið til fjölmiðla en sendiherrann, Karl Eikenberry lýsir einnig efasemdum sínum um að Hamid Karzai forseti landsins og ríkisstjórn hans séu hæf til starfans. 12.11.2009 08:16 Oftar verði gripið til brottvísunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Útlendingastofnun hafa stillt saman strengi og sameinast um skilning á þeim ákvæðum laga um útlendinga sem snúa að heimildum til að vísa fólki úr landi leiki grunur á að það hafi í hyggju að fremja lögbrot. 12.11.2009 06:30 Þekktir fyrir ofbeldisverk hér á landi Menn í hópi fimm Litháa sem enn sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi hér, þar á meðal mansali, eru þekktir að ofbeldisverkum hér á landi. Fimmmenningarnir voru í gær úrskurðaðir í Héraðsdómi Reykjaness í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. desember eða í þrjár vikur til viðbótar, að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. 12.11.2009 06:00 Stillti saman strengi Samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið kom saman til síns fyrsta fundar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. 12.11.2009 06:00 Nýtir skinn sem hefði annars verið fargað Skinn af lömbum sem drepast við burð eða drepast áður en þau eru rekin á fjall eru nú nýtt í nýrri fatalínu Eggerts Jóhannssonar feldskera. 12.11.2009 06:00 Geta greitt tæp tíu prósent Skilanefnd Landsbankans hefur stefnt eignarhaldsfélaginu Gift vegna skulda félagsins við bankann. Viðræður hafa átt sér stað um skuldina. Fyrirtaka fór fram í málinu í gær en var frestað fram í næsta mánuð. 12.11.2009 05:00 Ný þjófafæla er nú fáanleg „Þjófafælurnar eru farnar að tínast út,“ segir Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Glóeyjar sem selur nú nýtt tæki í baráttunni við innbrotsþjófa. Þetta er svokölluð FakeTV þjófafæla, sem gefur frá sér sams konar flöktandi birtu og sjónvarpstæki. 12.11.2009 04:00 Réðust á tvo lögreglumenn Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að skalla lögreglumann, sem var við skyldustörf í Bankastræti, í ennið. Maðurinn játaði sök fyrir dómara í gær. Annar maður var einnig ákærður fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni við skyldustörf. Hann mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. 12.11.2009 04:00 Sjá næstu 50 fréttir
Afi í átján mánaða fangelsi Hæstiréttur staðfesti átján mánaða fangelsisdóm yfir afa stúlku sem hann misnotaði og braut gróflega gegn trúnaðartrausti hennar. Stúlkan er fædd 1994. Afi stúlkunnar var sakfelldur fyrir að hafa í fjögur skipti þuklað innan- og utanklæða á brjóstum hennar, rassi og kynfærum. Þá strauk hann einnig rass hennar utanklæða. 12.11.2009 16:52
Frjálslyndir íhuga að stefna Ólafi F. og borgarstjóra „Frjálslyndir þurfa líklega að stefna borgastjóra og Ólafi,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Frjálslynda flokksins sem þar birtist í dag. Framkvæmdarstjórn flokksins segist hafa fregnað að innri endurskoðun borgarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að það leiki verulegur vafi á því hvert styrkir til stjórnmálaflokka skuli renna. 12.11.2009 16:22
Drengurinn fer aftur til ömmu: „Þetta er bara ólýsanlegt“ „Við erum að fá hann hingað heim,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem hún hefur barist fyrir að fá aftur. Nú hefur Félags- og tryggingamálaráðuneytið úrskurðað að drengurinn skuli vera hjá ömmu sinni þar til dómur fellur í máli móður hans um það hvort hún fái að halda forræði yfir honum. 12.11.2009 16:58
Lengra skilorð fyrir heimilisofbeldi Hæstiréttur staðfesti dóm yfir karlmanni sem misþyrmdi fyrrverandi sambýliskonu sinni og börnum hennar. Maðurinn réðist meðal annars á konuna í apríl 2007 þegar hún hélt á ungum syni þeirra. Þá snéri hann upp á höndina hennar með þeim afleiðingum að hún fingurbrotnaði. 12.11.2009 16:40
Stjórnarflokkarnir funda um skattahækkanir Þingflokkar stjórnarflokkanna koma saman í kvöld til að ræða breytingar á skattkerfinu og fyrirhugaðar skattahækkanir en milljarða hækkanir á sköttum eru sagðar í pípunum. Meðal þess sem ríkisstjórnin hefur til skoðunar er mismunandi tekjuskattsþrep. 12.11.2009 16:31
Grannt fylgst með rússnesku olíuskipi Landhelgisgæslan fylgist grannt með olíuskipinu Urals Star sem er á siglingu 12 mílur suður af Dyrhólaey með 106 þúsund tonn af hráolíu innanborðs. Fylgst er með skipinu eftirlitsbúnaði stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar enda afar viðkvæmur farmur um borð sem myndi valda miklum skaða ef eitthvað færi úrskeiðis, að fram kemur í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. 12.11.2009 15:59
Gjaldfrjáls bólusetning Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt að bólusetning gegn svínaflensunni, eða H1N1 inflúensunni, verði öllum að kostnaðarlausu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar tilkynnt viðkomandi stofnunum ákvörðun sína, en einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu né fyrir sjálft bóluefnið. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með næsta mánudegi. 12.11.2009 15:57
Borgarfulltrúar borgi sjálfir fyrir laxveiði- og leikhúsferðir Ólafur F. Magnússon, borgarfulltrúi, hyggst leggja til á næsta borgarstjórnarfundi að borgarfulltrúar greiði úr eigin vasa fyrir laxveiði- og leikhúsferðir sem þeim er boðið í sem kjörnum fulltrúum. 12.11.2009 15:51
Fjórir á gjörgæslu vegna svínaflensu 28 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með svínaflensu eða H1N1 inflúensuna. Þar af eru fjórir sem haldið er á gjörgæslu. Síðasta sólarhringinn voru þrír sjúklingar útskrifaðir af spítalanum eftir að hafa verið inniliggjandi vegna svínaflensu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans. 12.11.2009 15:27
Norðmenn óttast vanskapaða risaþorska Norskir fiskimenn eru óttaslegnir vegna vanskapaðra risaþorska sem hafa verið að koma í net þeirra í Lyngenfirði undan Tromsö. 12.11.2009 15:06
SUS: Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar Samband ungra sjálfstæðismanna telur að Sjálfstæðisflokkurinn verði að biðjast afsökunar á sínum þætti í því að hafa stóraukið ríkisútgjöld á síðustu árum. Stjórn SUS telur að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins þannig að hægt verði að ná fram raunhæfum fjárlögum án skattahækkana og án þess að það komi verulega niður á velferðar-, heilbrigðis- eða menntakerfinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá SUS. 12.11.2009 14:28
Íslensk kona í framboði í Kaupmannahöfn Það verður íslenskur bragur yfir borgarstjórnarkosningum í Kaupmannahöfn sem haldnar verða þann 17. nóvember næstkomandi en hin 26 ára Iðunn Haraldsdóttir er í framboði fyrir Enhedslistann í Kaupmannahöfn. Það er rauð-grænt framboð og í ætt við Vinstri græna hér á landi. 12.11.2009 14:07
Jörðin ferst ekki 2012 -NASA Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur séð ástæðu til þess að fullvissa fólk um að endalok jarðarinnar verði ekki tuttugasta og fyrsta desember árið 2012. 12.11.2009 14:01
Ragna vill auka framlög til dómstóla Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. 12.11.2009 13:58
Síðasti bæjarstjórnarfundur bæjarstjórans Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í gærkvöldi en hún tekur við sem sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli um næstu mánaðarmót. Ekki hefur verið greint frá því hver verður eftirmaður Jónu Kristínar í embætti bæjarstjóra. 12.11.2009 13:48
Sveitafélög á Suðurnesjum í samstarf með Umferðarstofu Sveitarfélög á Suðurnesjum skrifuðu undur samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum og virkjar sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku. 12.11.2009 13:26
Lækkunin setur fjármögnun framkvæmda í uppnám Lækkun á lánshæfismati Orkuveitu Reykjavíkur niður í ruslflokk setur fjármögnun framtíðar framkvæmda í uppnám. Þetta segir forstjóri Orkuveitunnar. Þetta hefur þó ekki áhrif á lán Evrópska fjárfestingabankans til orkuveitunnar. Höskuldur Kári Schram 12.11.2009 12:40
Gömul skinnhandrit ekki lengur í Þjóðmenningarhúsinu Óvíst er hvenær gömul skinnhandrit sem hafa verið til sýnis í Þjóðmenningarhúsi, verða sýnd þar að nýju. Handritin voru tekin þaðan um miðjan október, vegna framkvæmda í Þjóðmenningarhúsinu. 12.11.2009 12:24
Ólafur spyr um veiðiferðir borgarfulltrúa Ólafur F. Magnússon óskar þess á fundi borgarráðs í dag, að fá svör við því hverjir borgarfulltrúa hefðu þegið boð um veiði í Elliðaánum á kjörtímabilinu. Þá spyr hann einnig um kostnað vegna laxveiðinnar, enn fremur um boðsferðir borgarfulltrúa í leikhús og fleira. Meðal þess sem Ólafur vill að komi fram í dagsljósið er hversu mikið borgarfulltrúarnir þyrftu annars að greiða úr eigin vasa fyrir þessi hlunnindi. 12.11.2009 12:17
Mælti fyrir lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en það var ekki afgreitt sem lög. 12.11.2009 12:07
Á annað hundrað DVD myndum stolið Brotist var inn í bíl í Árbæ í gær og úr honum stolið tveimur GPS-tækjum, DVD spilara og tösku sem í voru á annað hundrað DVD myndir. 12.11.2009 12:04
Sakar bæjaryfirvöld um að reisa grjótgarð á einkalandi Bóndinn og áhugaleikarinn Helgi Andersen á Þórkötlustöðum í Grindavík hefur sent formlegt erindi til bæjarstjórnar Grindavíkur vegna grjótgarðs sem yfirvöld reistu á landi hans. 12.11.2009 11:49
Fullviss um að Bæjarins besta hafi verið mörgum til ánægju Héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á Ísafirði fagnar 25 ára afmæli sínu þessa dagana. „Þeir sem að Bæjarins besta standa eru þess fullvissir, að útgáfa blaðsins í aldarfjórðung hafi verið Vestfirðingum og mörgum öðrum til ánægju, gagnsemi og fróðleiks. Undirtektirnar hafa sýnt það. Fyrir þær skal þakkað sérstaklega á þessum tímamótum,“ segir í tilkynningu frá blaðinu. 12.11.2009 11:41
Forbes: Obama valdamesti maður jarðar Forbes tímaritið bandaríska hefur tekið saman lista yfir 67 valdamestu einstaklina jarðarkringlunnar. Á toppi listans trónir Barack Obama bandaríkjaforseti og í öðru sæti er kollegi hans í Kína, Hu Jintao. Þriðja sætið vermir síðan Vladimir Putin, forsætisráðherra Rússlands og fyrrverandi forseti og í því fjórða er Ben S. Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. 12.11.2009 11:41
Draumur vinstrimanna að hækka loksins skatta „Það getur vel verið að þetta sé hinn tæri draumur vinstrimanna að komast núna loksins í það að hækka almennilega skatta. Stóra einstaka málið er þó það sem ég bið stjórnarmenn að hugsa að hér um að ræða málfrelsi í þinginu,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í umræðum um störf Alþingis í dag. 12.11.2009 11:15
Sjálfstæðismenn farnir að spyrja alvöru spurninga Sigmundur Ernir Rúnarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði á Alþingi í dag ánægjulegt að sjálfstæðismenn væru farnir að spyrja alvöru spurninga varðandi ráðningar hjá hinu opinbera. Í umræðum um ráðningar í ráðuneytin án auglýsingar sagði Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, flokk sinn og aðra flokka sem sátu í ríkisstjórn á árum áður ekki hafa verið til fyrirmyndar í þessum efnum. 12.11.2009 10:54
Segir hugsanlegt fósturforeldri lofa hvolpi „Hún er búin að lofa honum hvolpi,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. 12.11.2009 10:49
Réttað yfir sjóðsstjóra og miðlara Aðalmeðferð er hafin í máli Ríkislögreglustjóra gegn sjóðstjórnanum Daníels Þórðarsonar og verðbréfamiðlaranum Stefni Inga Agnarssonar fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur. Mennirnir störfuðu fyrir Kaupþing. Þeir hafa verið ákærðir fyrir að hafa sett inn kauptilboð í skuldabréfaflokk Exista alls sex sinnum frá janúar til febrúar á síðasta ári. 12.11.2009 10:01
Fjárhagsstaða dómstóla rædd á þingi Fjárhagsstaða dómstóla verður rædd í umræðu utan dagskrár á Alþingi í dag að beiðni Ólafar Nordal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. Til andsvara verður Ragna Árnadóttir, dómsmálaráðherra. Umræðan hefst klukkan 13:30. 12.11.2009 09:57
Tyson handtekinn enn á ný Hnefaleikameistarinn fyrrverandi, Mike Tyson, var handtekinn á flugvellinum í Los Angeles í gær eftir að til átaka kom milli hans og ljósmyndara. 12.11.2009 08:58
Sonur Escobars biðst afsökunar Sonur kókaínbarónsins Pablo Escobar segist harma afbrot föður síns. 12.11.2009 08:53
Kínverjar reka ólögleg fangelsi Kínverjar reka fjölda ólöglegra fangelsa í hótelum, hjúkrunarheimilum og geðsjúkrahúsum í ríkiseigu. Mannréttindasamtökin Human Rights Watch greina frá þessu og byggja upplýsingarnar á viðtölum við 38 manns sem verið hafa í haldi í slíkum fangelsum. 12.11.2009 08:51
Skátaforingi hafði mök við barn Danskur fyrrverandi skátaforingi á fertugsaldri hefur verið dæmdur í níu mánaða fangelsi fyrir að hafa kynmök við skátastúlku undir lögaldri en brotin áttu sér stað frá því að stúlkan var 13 ára og þar til hún varð 15 ára. 12.11.2009 08:45
Vafasamur ljósmyndari í Bretlandi Breskur dómstóll hefur bannað þrítugum manni að bera myndavél á almannafæri í tvö ár auk þess sem honum er gert að sinna samfélagsþjónustu í eitt ár. 12.11.2009 08:41
Afhentu Svandísi hvirfilbyl Fulltrúar Breytenda, ungliðahreyfingar Hjálparstarfs kirkjunnar, afhentu Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, undirskriftir sem hreyfingin safnaði undir yfirskriftinni hlýnun jarðar er mannréttindamál. Undirskriftunum hafði verið safnað á íspinnaprik við ýmsa gjörninga og atburði í sumar og haust og úr þeim var byggður hvirfilbylur sem er táknrænn fyrir þann vanda sem steðjar að jörðinni, verði ekkert að gert. 12.11.2009 08:23
Milljarðar í bónusa í varnarmálaráðuneyti Starfsfólk breska varnarmálaráðuneytisins hefur fengið 47 milljónir punda, jafnvirði tæpra tíu milljarða króna, í bónusgreiðslur það sem af er yfirstandandi fjárhagsári. 12.11.2009 08:21
Flughált á Fjarðarheiði Á Austurlandi, er flughált á Fjarðarheiði og víða hálka eða hálkublettir inn til landsins þótt autt sé með ströndinni. Á Vesturlandi er hálka á Holtavörðuheiði og í Miðdölum en hálkublettir víðar. 12.11.2009 08:19
Ræður Obama frá því að auka við herliðið í Afganistan Sendiherra Bandaríkjanna í Kabúl hefur skrifað Bandaríkjaforseta bréf þar sem lagst er gegn því að auka við liðssöfnuð bandaríska hersins í Afganistan. Bréfinu hefur verið lekið til fjölmiðla en sendiherrann, Karl Eikenberry lýsir einnig efasemdum sínum um að Hamid Karzai forseti landsins og ríkisstjórn hans séu hæf til starfans. 12.11.2009 08:16
Oftar verði gripið til brottvísunar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og Útlendingastofnun hafa stillt saman strengi og sameinast um skilning á þeim ákvæðum laga um útlendinga sem snúa að heimildum til að vísa fólki úr landi leiki grunur á að það hafi í hyggju að fremja lögbrot. 12.11.2009 06:30
Þekktir fyrir ofbeldisverk hér á landi Menn í hópi fimm Litháa sem enn sitja í gæsluvarðhaldi vegna rannsóknar lögreglu á skipulagðri glæpastarfsemi hér, þar á meðal mansali, eru þekktir að ofbeldisverkum hér á landi. Fimmmenningarnir voru í gær úrskurðaðir í Héraðsdómi Reykjaness í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. desember eða í þrjár vikur til viðbótar, að kröfu lögreglustjórans á Suðurnesjum. 12.11.2009 06:00
Stillti saman strengi Samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið kom saman til síns fyrsta fundar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. 12.11.2009 06:00
Nýtir skinn sem hefði annars verið fargað Skinn af lömbum sem drepast við burð eða drepast áður en þau eru rekin á fjall eru nú nýtt í nýrri fatalínu Eggerts Jóhannssonar feldskera. 12.11.2009 06:00
Geta greitt tæp tíu prósent Skilanefnd Landsbankans hefur stefnt eignarhaldsfélaginu Gift vegna skulda félagsins við bankann. Viðræður hafa átt sér stað um skuldina. Fyrirtaka fór fram í málinu í gær en var frestað fram í næsta mánuð. 12.11.2009 05:00
Ný þjófafæla er nú fáanleg „Þjófafælurnar eru farnar að tínast út,“ segir Haukur Hannesson, framkvæmdastjóri verslunarinnar Glóeyjar sem selur nú nýtt tæki í baráttunni við innbrotsþjófa. Þetta er svokölluð FakeTV þjófafæla, sem gefur frá sér sams konar flöktandi birtu og sjónvarpstæki. 12.11.2009 04:00
Réðust á tvo lögreglumenn Ríkissaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að skalla lögreglumann, sem var við skyldustörf í Bankastræti, í ennið. Maðurinn játaði sök fyrir dómara í gær. Annar maður var einnig ákærður fyrir ofbeldi gegn lögreglumanni við skyldustörf. Hann mætti ekki við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. 12.11.2009 04:00