Erlent

Jörðin ferst ekki 2012 -NASA

Óli Tynes skrifar
Þetta gerist ekki.
Þetta gerist ekki.
Geimferðastofnun Bandaríkjanna NASA hefur séð ástæðu til þess að fullvissa fólk um að endalok jarðarinnar verði ekki tuttugasta og fyrsta desember árið 2012.

Söguþráður myndarinnar 2012 sem frumsýnd verður á Íslandi á morgun er á þá leið að samkvæmt fornu dagatali Maya indíána eyðist jörðin þennan dag í árekstri við plánetuna Nibiru.

Það virðist sem svo margt fólk leggi bókstaflega trúnað á þetta að yfirvöld óttast jafnvel að myndin geti valdið skelfingu hjá stórum hópi manna.

Því ákvað Geimferðastofnunin að senda út sérstaka tilkynningu til þess að róa fólk. Í tilkynningunni segir að plánetan Nibira sé ekki til.

Stjörnufræðingar hefðu þá séð til hennar síðustu tíu árin og hún væri nú orðin sjáanleg með berum augum.

Vonandi verður þetta til þess að róa óttaslegna. En auðvitað hafa þeir þegar stigið fram sem segja að Geimferðastofnunin sé bara að reyna að fela sannleikann, samkvæmt skipun stjórnvalda.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×