Innlent

Mælti fyrir lögum um þjóðaratkvæðagreiðslur

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um þjóðaratkvæðagreiðslur. Frumvarpið var flutt á síðasta þingi en það var ekki afgreitt sem lög.

Frumvarpið var unnið í samráði við fulltrúa allra flokka. Jóhanna sagði að meginmarkmið þess væri að sett verði almenn lög um tilhögun og framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu. Það eigi bæði við þegar Alþingi ákveði að efna til slíkrar atkvæðagreiðslu og eins þegar skylt verði samkvæmt stjórnarskrá að bera tiltekin mál undir þjóðaratkvæði.

Samkvæmt frumvarpinu verður niðurstaða slíkrar þjóðaratkvæðagreiðslu ráðgefandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×