Innlent

Stillti saman strengi

Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður segir nefndarmönnum hvar þeir eigi að sitja.  fréttablaðið/gva
Stefán Haukur Jóhannesson aðalsamningamaður segir nefndarmönnum hvar þeir eigi að sitja. fréttablaðið/gva
Samninganefnd Íslands í aðildarviðræðunum við Evrópusambandið kom saman til síns fyrsta fundar í Þjóðmenningarhúsinu í gær.

Á fundinum stilltu nefndarmenn saman strengi og línur um næstu skref voru lagðar. Meðal verkefna fram undan er að undirbúa mótun samningsmarkmiða Íslands sem gert verður í samvinnu við hagsmunaaðila.

Gert er ráð fyrir að á næstu vikum eða mánuðum ljúki framkvæmdastjórn ESB gerð álits síns um aðildarumsókn Íslands og að á grundvelli þess taki aðildarríkin ákvörðun um að hefja formlegar aðildarviðræður.

Átján sitja í samninganefndinni sem Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra í Brussel, fer fyrir.

- bþs



Fleiri fréttir

Sjá meira


×