Innlent

Sveitafélög á Suðurnesjum í samstarf með Umferðarstofu

Sveitarfélög á Suðurnesjum skrifuðu undur samstarfssamning við Umferðarstofu um gerð umferðaröryggisáætlunar sem miðar að auknu umferðaröryggi í bæjarfélögunum og virkjar sem flesta hagsmunaaðila til þátttöku.

Markmið er að auka öryggi allra bæjarbúa og annarra sem leið eiga um bæinn og fækka óhöppum og slysum í umferðinni.

Verkefnið er talið mikilvægt skref til þess að langtímamarkmiðum í umferðaröryggismálum verði náð en gerð umferðaröryggisáætlunar nýtist sveitarfélögunum í samræmingu vinnubragða.

Reykjanesbær skrifaði undir samkomulag um gerð umferðaröryggisáætlunar í apríl sl. og nú fylgja í kjölfarið önnur sveitarfélög á Suðurnesjum en þau eru: Sveitarfélagið Garður, Sandgerðisbær, Vogar og Grindavík.

Sérstök áhersla verður lögð á aðgerðir í þágu óvarinna vegfarenda þ.e. gangandi fólks og hjólreiðamanna. Umhverfi skóla, leikskóla, félagsmiðstöðva og íþróttamannvirkja verður jafnframt metið sérstaklega með tilliti til umferðarörggis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×