Innlent

Gjaldfrjáls bólusetning

Frá bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með mánudeginum 16. nóvember.
Frá bólusetningu heilbrigðisstarfsmanna. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með mánudeginum 16. nóvember. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, hefur tilkynnt að bólusetning gegn svínaflensunni, eða H1N1 inflúensunni, verði öllum að kostnaðarlausu. Heilbrigðisráðherra hefur þegar tilkynnt viðkomandi stofnunum ákvörðun sína, en einstaklingar þurfa hvorki að greiða fyrir komu á heilsugæslu né fyrir sjálft bóluefnið. Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með næsta mánudegi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×