Innlent

Íslensk kona í framboði í Kaupmannahöfn

Það verður íslenskur bragur yfir borgarstjórnarkosningum í Kaupmannahöfn sem haldnar verða þann 17. nóvember næstkomandi en hin 26 ára Iðunn Haraldsdóttir er í framboði fyrir Enhedslistann í Kaupmannahöfn. Það er rauð-grænt framboð og í ætt við Vinstri græna hér á landi.

Sjálf hefur Iðunn sent út kosningabækling á netinu þar sem Íslendingar búsettir í Kaupmannahöfn og hafa kosningarétt eru hvattir til þess að nýta atkvæðisrétt sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×