Innlent

Gömul skinnhandrit ekki lengur í Þjóðmenningarhúsinu

Mynd/Haraldur Jónasson
Óvíst er hvenær gömul skinnhandrit sem hafa verið til sýnis í Þjóðmenningarhúsi, verða sýnd þar að nýju. Handritin voru tekin þaðan um miðjan október, vegna framkvæmda í Þjóðmenningarhúsinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Árnastofnun, stendur til að bæta skáp, þar sem handritin hafa verið geymd. Umbætur á skápnum eru hins vegar ekki hafnar, en munu vera í undirbúningi. Á meðan eru handritin geymd í aðstöðu stofnunarinnar í Árnagarði.

Handrit sem þarna hafa verið til sýnis, eru til að mynda Konungsbók Eddukvæða, annað bindi Flateyjarbókar og Skarðsbók Jónsbókar, sem þykir vera eitt fegursta skinnhandriti, sem varðveist hefur frá miðöldum; í stóru broti og með fallegum teikningum. Þá er það jafnframt eitt fárra miðaldahandrita sem vitað er upp á ár hvenær var skrifað, en bókin var færð í leltur árið 1350. Sýning Árnastofnunar í Þjóðmenningarhúsi er opin gestum að öðru leyti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×