Innlent

Drengurinn fer aftur til ömmu: „Þetta er bara ólýsanlegt“

„Við erum að fá hann hingað heim," segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem hún hefur barist fyrir að fá aftur. Nú hefur Félags- og tryggingamálaráðuneytið úrskurðað að drengurinn skuli vera hjá ömmu sinni þar til dómur fellur í máli móður hans um það hvort hún fái að halda forræði yfir honum.

„Við erum bara í spennufalli," segir Helga spennt en hún beið eftir drengnum þegar Vísir ræddi við hana. Hún segist hafa framvísað bréfi frá ráðuneytinu þegar hún fór til Barnaverndar Reykjavíkur. Að hennar sögn fengust fyrst þau svör að barnið kæmi til hennar á þriðjudaginn. Síðan fékk hún símtal stuttu síðar þar sem henni var tilkynnt að drengurinn kæmi heim í dag.

„Þetta er bara ólýsanlegt," segir Helga sem er himinlifandi yfir að fá drenginn aftur í hendurnar.






Tengdar fréttir

Segir hugsanlegt fósturforeldri lofa hvolpi

„Hún er búin að lofa honum hvolpi,“ segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×