Segir hugsanlegt fósturforeldri lofa hvolpi 12. nóvember 2009 10:49 „Hún er búin að lofa honum hvolpi," segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. Hún fullyrðir hinsvegar að umsækjandinn, eins og Helga kallar það, og er hugsanlegt fósturforeldri drengsins fari hann í fóstur, hafi umgengist hann tímunum saman og lofað drengnum hvolpi komi hann til þeirra. „Það er bara verið að rugla í barninu," segir Helga en hún segir hugsanlega fósturforeldrið hafa umgengist drenginn í allan gærdag á meðan hún sjálf mátti aðeins verja einni og hálfri klukkustund með honum. Lögmaður Helgu, Dögg Pálsdóttir, hefur kært málsmeðferðina til kærunefndar barnaverndarmála. Hún bendir á ýmsar brotalamir í meðferð Barnaverndar Reykjavíkur. Mál drengsins verður fyrst tekið fyrir á fundi nefndarinnar nú á þriðjudaginn. Þá verður ákveðið hvar barnið skal vera. Móðir drengsins og dóttir Helgu átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða sem varð til þess að hún missti forræði yfir syni sínum. Hún segist ekki hafa bragðað áfengi í hálft ár. Þegar haft var samband við Dögg varðandi umgengni hugsanlega fósturforeldrisins sagðist hún hafa heyrt af því og hygðist senda kvörtun og skýringar á því til Barnaverndar Reykjavíkur. Hún sagði að það væri afar óeðlilegt að manneskja umgengist barn þegar ekki væri búið að taka ákvörðun hvort barnið færi yfir höfuð í fóstur. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarið. Meðal annars hafa Breiðavíkurstamtökin fordæmt barnavernd í þessu máli. Eins og fyrr getur Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ekki tjáð sig um málið efnislega. Tengdar fréttir Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
„Hún er búin að lofa honum hvolpi," segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. Hún fullyrðir hinsvegar að umsækjandinn, eins og Helga kallar það, og er hugsanlegt fósturforeldri drengsins fari hann í fóstur, hafi umgengist hann tímunum saman og lofað drengnum hvolpi komi hann til þeirra. „Það er bara verið að rugla í barninu," segir Helga en hún segir hugsanlega fósturforeldrið hafa umgengist drenginn í allan gærdag á meðan hún sjálf mátti aðeins verja einni og hálfri klukkustund með honum. Lögmaður Helgu, Dögg Pálsdóttir, hefur kært málsmeðferðina til kærunefndar barnaverndarmála. Hún bendir á ýmsar brotalamir í meðferð Barnaverndar Reykjavíkur. Mál drengsins verður fyrst tekið fyrir á fundi nefndarinnar nú á þriðjudaginn. Þá verður ákveðið hvar barnið skal vera. Móðir drengsins og dóttir Helgu átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða sem varð til þess að hún missti forræði yfir syni sínum. Hún segist ekki hafa bragðað áfengi í hálft ár. Þegar haft var samband við Dögg varðandi umgengni hugsanlega fósturforeldrisins sagðist hún hafa heyrt af því og hygðist senda kvörtun og skýringar á því til Barnaverndar Reykjavíkur. Hún sagði að það væri afar óeðlilegt að manneskja umgengist barn þegar ekki væri búið að taka ákvörðun hvort barnið færi yfir höfuð í fóstur. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarið. Meðal annars hafa Breiðavíkurstamtökin fordæmt barnavernd í þessu máli. Eins og fyrr getur Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ekki tjáð sig um málið efnislega.
Tengdar fréttir Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59