Segir hugsanlegt fósturforeldri lofa hvolpi 12. nóvember 2009 10:49 „Hún er búin að lofa honum hvolpi," segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. Hún fullyrðir hinsvegar að umsækjandinn, eins og Helga kallar það, og er hugsanlegt fósturforeldri drengsins fari hann í fóstur, hafi umgengist hann tímunum saman og lofað drengnum hvolpi komi hann til þeirra. „Það er bara verið að rugla í barninu," segir Helga en hún segir hugsanlega fósturforeldrið hafa umgengist drenginn í allan gærdag á meðan hún sjálf mátti aðeins verja einni og hálfri klukkustund með honum. Lögmaður Helgu, Dögg Pálsdóttir, hefur kært málsmeðferðina til kærunefndar barnaverndarmála. Hún bendir á ýmsar brotalamir í meðferð Barnaverndar Reykjavíkur. Mál drengsins verður fyrst tekið fyrir á fundi nefndarinnar nú á þriðjudaginn. Þá verður ákveðið hvar barnið skal vera. Móðir drengsins og dóttir Helgu átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða sem varð til þess að hún missti forræði yfir syni sínum. Hún segist ekki hafa bragðað áfengi í hálft ár. Þegar haft var samband við Dögg varðandi umgengni hugsanlega fósturforeldrisins sagðist hún hafa heyrt af því og hygðist senda kvörtun og skýringar á því til Barnaverndar Reykjavíkur. Hún sagði að það væri afar óeðlilegt að manneskja umgengist barn þegar ekki væri búið að taka ákvörðun hvort barnið færi yfir höfuð í fóstur. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarið. Meðal annars hafa Breiðavíkurstamtökin fordæmt barnavernd í þessu máli. Eins og fyrr getur Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ekki tjáð sig um málið efnislega. Tengdar fréttir Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
„Hún er búin að lofa honum hvolpi," segir Helga Elísdóttir, amma níu ára drengs sem átti að senda í fóstur á föstudaginn af Barnaverndarnefnd Reykjavíkur. Lögfræðingur Helgu, Dögg Pálsdóttir, kvartaði hinsvegar undan málsmeðferðinni og því hefur verið frestað að senda drenginn í fóstur. Að sögn Helgu þá er drengurinn núna í neyðarvistun í Reykjavík. Sjálf fær hún aðeins að umgangast hann í einn og hálfan tíma. Hún fullyrðir hinsvegar að umsækjandinn, eins og Helga kallar það, og er hugsanlegt fósturforeldri drengsins fari hann í fóstur, hafi umgengist hann tímunum saman og lofað drengnum hvolpi komi hann til þeirra. „Það er bara verið að rugla í barninu," segir Helga en hún segir hugsanlega fósturforeldrið hafa umgengist drenginn í allan gærdag á meðan hún sjálf mátti aðeins verja einni og hálfri klukkustund með honum. Lögmaður Helgu, Dögg Pálsdóttir, hefur kært málsmeðferðina til kærunefndar barnaverndarmála. Hún bendir á ýmsar brotalamir í meðferð Barnaverndar Reykjavíkur. Mál drengsins verður fyrst tekið fyrir á fundi nefndarinnar nú á þriðjudaginn. Þá verður ákveðið hvar barnið skal vera. Móðir drengsins og dóttir Helgu átti við alvarlegt áfengisvandamál að stríða sem varð til þess að hún missti forræði yfir syni sínum. Hún segist ekki hafa bragðað áfengi í hálft ár. Þegar haft var samband við Dögg varðandi umgengni hugsanlega fósturforeldrisins sagðist hún hafa heyrt af því og hygðist senda kvörtun og skýringar á því til Barnaverndar Reykjavíkur. Hún sagði að það væri afar óeðlilegt að manneskja umgengist barn þegar ekki væri búið að taka ákvörðun hvort barnið færi yfir höfuð í fóstur. Málið hefur vakið mikla athygli undanfarið. Meðal annars hafa Breiðavíkurstamtökin fordæmt barnavernd í þessu máli. Eins og fyrr getur Barnaverndarnefnd Reykjavíkur ekki tjáð sig um málið efnislega.
Tengdar fréttir Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59 Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Breiðavíkursamtökin fordæma forsjársviptingu Breiðavíkursamtökin fordæma Barnavernd Reykjavíkur vegna málsins þar sem Helga Elísdóttir hefur verið svipt umsjá annars dóttursinar síns, án undangengins dómsúrskurðar, og ætlar að senda í fóstur út á land. Þetta kemur fram í ályktun samtakanna sem þau sendu fjölmiðlum. 10. nóvember 2009 15:59