Erlent

Milljarðar í bónusa í varnarmálaráðuneyti

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Breskur hermaður í Afganistan.
Breskur hermaður í Afganistan. MYND/Telegraph

Starfsfólk breska varnarmálaráðuneytisins hefur fengið 47 milljónir punda, jafnvirði tæpra tíu milljarða króna, í bónusgreiðslur það sem af er yfirstandandi fjárhagsári. Breska blaðið Telegraph greinir frá þessu og lætur þess einnig getið að grunnlaun bresks hermanns séu tæp 17.000 pund á ári, eða um þrjár og hálf milljón króna, auk þess sem hann fái greidd rúm 2.000 pund aukalega fyrir að gegna herskyldu í Afganistan. Þá greinir blaðið frá því að hjá breska varnarmálaráðuneytinu starfi 85.000 manns, einn fyrir hverja tvo hermenn sem gegna þjónustu, og búist sé við að um 50.000 þessara starfsmanna hljóti bónusgreiðslur á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×