Innlent

SUS: Sjálfstæðisflokkurinn biðjist afsökunar

Samband ungra sjálfstæðismanna telur að Sjálfstæðisflokkurinn verði að biðjast afsökunar á sínum þætti í því að hafa stóraukið ríkisútgjöld á síðustu árum. Stjórn SUS telur að vel sé hægt að spara í rekstri ríkisins þannig að hægt verði að ná fram raunhæfum fjárlögum án skattahækkana og án þess að það komi verulega niður á velferðar-, heilbrigðis- eða menntakerfinu. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá SUS.

Samband ungra sjálfstæðismanna hefur sent frá sér skýrslu, sem send verður þingmönnum allra flokka sem sæti eiga á Alþingi, um það hvernig ná megi fram raunhæfum fjárlögum án skattahækkana. Ólafur Örn Nielsen, formaður SUS, afhenti af þessu tilefni Guðbjarti Hannessyni, formanni fjárlaganefndar, fyrsta eintak skýrslunnar í Alþingishúsinu í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×