Innlent

Fullviss um að Bæjarins besta hafi verið mörgum til ánægju

Starfsfólk Bæjarins besta í dag. F.v. Birgir Örn Sigurjónsson, Halldór Sveinbjörnsson, Helga Einarsdóttir, Sigurjón J. Sigurðsson, Thelma Hjaltadóttir og Friðrika Benónýsdóttir.
Starfsfólk Bæjarins besta í dag. F.v. Birgir Örn Sigurjónsson, Halldór Sveinbjörnsson, Helga Einarsdóttir, Sigurjón J. Sigurðsson, Thelma Hjaltadóttir og Friðrika Benónýsdóttir.
Héraðsfréttablaðið Bæjarins besta á Ísafirði fagnar 25 ára afmæli sínu þessa dagana. „Þeir sem að Bæjarins besta standa eru þess fullvissir, að útgáfa blaðsins í aldarfjórðung hafi verið Vestfirðingum og mörgum öðrum til ánægju, gagnsemi og fróðleiks. Undirtektirnar hafa sýnt það. Fyrir þær skal þakkað sérstaklega á þessum tímamótum," segir í tilkynningu frá blaðinu.

Á laugardaginn er aldarfjórðungur liðinn frá því að fyrsta tölublaðið rann úr prentvélinni hinn 14. nóvember 1984. Af þessu tilefni kemur í dag út 64 síðna afmælisblað sem dreift er frítt á öll heimili á útbreiðslusvæði blaðsins. Eftir áramótin verða 10 ár liðin frá því að fréttavefurinn bb.is hóf göngu sína.

„Fréttavefurinn bb.is hefur verið kallaður andlit Vestfjarða. Samkvæmt vefmælingu Modernus eru notendur hans meira en tvöfalt fleiri en hvert mannsbarn á Vestfjarðakjálkanum. Það sýnir að mikill meirihluti lesenda vefjarins er búsettur utan Vestfjarða, jafnvel þó að gert sé ráð fyrir því að allflestir tölvunotendur á kjálkanum lesi hann," segir í tilkynningu Bæjarins besta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×