Ragna vill auka framlög til dómstóla 12. nóvember 2009 13:58 Ragna Árnadóttir. Mynd/Anton Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Það var Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna en hún sagði fjárframlög til dómstóla ekki vera í samræmi við framlög til rannsóknaraðila. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjarnefndar, sagði það hafa verið að mistök að gera 10% hagræðingarkröfu til dómsmála, lögreglu og fangelsismála. „Það er ekki hægt að mínu viti að setja umtalsverða peninga í rannsóknir en líta ekki til þess að þessi mál þurfa síðan að fara fyrir dómstóla. Það er slæmt fyrir réttaröryggið í þessu landi að það verði gríðarlegur dráttur á að niðurstaða fáist. Bæði fyrir þjóðfélagið sjálft og einnig fyrir þá sem eiga ýmislegt undir því að niðurstaða fáist," sagði Ólöf. Ragna sagði fjöldi dómsmála hafa stóraukist að undanförnu og jafnframt væri fyrirsjáanlegt að bæði sakamálum og einkamálum komi til með að fjölga. Fram kom í máli Rögnu að Hæstiréttur telur sig ekki geta mætt sparnaðarkröfum yfirvalda nema með því að skerða verulega starfshæfni réttarins. Fjárveitingar til Hæstaréttar hafi um langt skeið verði afar naumar en um leið hafi málum við réttinn fjölgað umtalsvert. „Hæstiréttur bendir á að við blasir stórfelld fjölgun dómsmála í landinu sem tengjast hruni bankanna með einum eða öðrum hætti," sagði Ragna. Ragna sagði brýnt að bregðast við fjárhagsvanda dómstólanna. „Ég hef lagt til að veitt verði aukalega fjármagni til héraðsdómstóla og að héraðsdómurum verði fjölgað auk aðstoðarmönnum." Hún sagðist auk þess vilja að komið verði til móts við beiðni Hæstaréttar og að þeirri aukningu útgjalda verði mætt með hækkun dómsmálagjalda. Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira
Ragna Árnadóttir, dóms- og mannréttindaráðherra, hefur lagt til að fjárframlög til héraðsdómstóla verði aukinn og að héraðsdómurum verði fjölgað. Brýnt sé að bregaðast við vandann sem blasir við dómstólum. Þetta kom fram á þingfundi í dag. Það var Ólöf Nordal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem hóf umræðuna en hún sagði fjárframlög til dómstóla ekki vera í samræmi við framlög til rannsóknaraðila. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, þingmaður Samfylkingar og formaður allsherjarnefndar, sagði það hafa verið að mistök að gera 10% hagræðingarkröfu til dómsmála, lögreglu og fangelsismála. „Það er ekki hægt að mínu viti að setja umtalsverða peninga í rannsóknir en líta ekki til þess að þessi mál þurfa síðan að fara fyrir dómstóla. Það er slæmt fyrir réttaröryggið í þessu landi að það verði gríðarlegur dráttur á að niðurstaða fáist. Bæði fyrir þjóðfélagið sjálft og einnig fyrir þá sem eiga ýmislegt undir því að niðurstaða fáist," sagði Ólöf. Ragna sagði fjöldi dómsmála hafa stóraukist að undanförnu og jafnframt væri fyrirsjáanlegt að bæði sakamálum og einkamálum komi til með að fjölga. Fram kom í máli Rögnu að Hæstiréttur telur sig ekki geta mætt sparnaðarkröfum yfirvalda nema með því að skerða verulega starfshæfni réttarins. Fjárveitingar til Hæstaréttar hafi um langt skeið verði afar naumar en um leið hafi málum við réttinn fjölgað umtalsvert. „Hæstiréttur bendir á að við blasir stórfelld fjölgun dómsmála í landinu sem tengjast hruni bankanna með einum eða öðrum hætti," sagði Ragna. Ragna sagði brýnt að bregðast við fjárhagsvanda dómstólanna. „Ég hef lagt til að veitt verði aukalega fjármagni til héraðsdómstóla og að héraðsdómurum verði fjölgað auk aðstoðarmönnum." Hún sagðist auk þess vilja að komið verði til móts við beiðni Hæstaréttar og að þeirri aukningu útgjalda verði mætt með hækkun dómsmálagjalda.
Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Hiti gæti náð 25 stigum í dag Veður Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Innlent Fundu kannabisplöntur við húsleit Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Fleiri fréttir Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Sjá meira