Fleiri fréttir Skipar vinnuhóp til að bæta eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur skipað vinnuhóp til að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi innan gildandi laga og alþjóðlegs samstarfs til að efla eftirlit með útlendingum og tryggja að verið sé að nýta þær heimildir sem til staðar eru til að uppræta skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. 11.11.2009 17:28 Stóra tóbaksmálið: Kosningahnappurinn minn svínvirkar „Ég er mannaskástur í þessu,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður hvort hann sé drjúgur í neftóbaksneyslunni á Alþingi en þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, gagnrýndi neyslu tóbaksins harðlega fyrr í dag. Hún hélt þá ræðu undir liðnum störf þingsins og sagði meðal annars: 11.11.2009 16:20 Segir skötuselsákvæðið ekki klæðskerasniðið fyrir sig Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu. 11.11.2009 18:45 Kosningakerfi Alþingis stíflað vegna grófrar neftóbaksneyslu Þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir hélt ræðu á Alþingi undir liðnum störf Alþingis fyrr í dag og gagnrýndi þar harðlega neftóbaksneyslu þingmanna. Afleiðingar þessarar neyslu er meðal annars að kosningakerfi Alþingis virkar ekki alltaf sem skyldi vegna þess að kosningahnappar tóbaksþingmannanna stíflast af grófum kornum tóbaksins. 11.11.2009 14:44 Framsóknarmenn tryggja kynjakvóta Framsóknarmenn í Reykjavík munu halda sérstakan kjörfund laugardaginn 28. nóvember nk. þar sem kosið verður á milli frambjóðenda sem gefa kost á sér í sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2010 samkvæmt kjörnefnd Framsóknar í Reykjavík. 11.11.2009 16:00 Þriðjungur allra flugslysa í Afríku Flugferðir yfir Aríku eru aðeins lítið brot af allri flugumferð í heiminum, telur um 4%, en hins vegar verður þriðjungur allra flugslysa í heiminum í Afríku, að því er fram kom á þriggja daga fundi um flugöryggismál í höfuðborg Tógó og greint er frá í tímariti Þróunarsamvinnustofnunar. 11.11.2009 14:32 Leggur til að Náttúruminjasafnið fái inn í Þjóðmenningahúsið Þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir, lagði til á þingi fyrir stundu að Náttúruminjasafn Íslands fengi inn í Þjóðmenningarhúsið. Tilurð umræðunnar var húsnæðisleysi safnsins. Siv sagði það jafnframt fráleitt að Íslendingar ættu ekkert náttúruminjasafn. 11.11.2009 14:29 Hrotti játar að hafa ráðist á lögreglumann Hinn tuttugu og sex ára gamli Björgvin Þór Kristjánsson játaði fyrir dómara í morgun að hafa brotið gegn valdstjórninni með því að hafa þann 1. apríl skallað lögreglumann á ennið þegar hann var við skyldustörf. Árásin átti sér stað fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar inni játaði Björgvin brot sín í morgun. 11.11.2009 14:17 Loftbyssa, sveðja og hnífar gerðir upptækir hjá fíkniefnasala Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Reykjavík síðdegis í gær. Um var að ræða amfetamín, hass, marijúana, e-töflur og stera. 11.11.2009 13:54 Starfsmaður Fóðurblöndunnar dæmdur Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í dag í fyrir þjófnaðarbrot og tvö fjárdráttarbrot þegar hann starfaði hjá Fóðurblöndunni. Hann var upphaflega ákærður fyrir sex hegningalagabrot en var sakfelldur fyrir þrjú. 11.11.2009 13:42 Eiginkona bæjarstjórans íhugar framboð á Ísafirði Sagnfræðingurinn Guðfinna Hreiðarsdóttir íhugar að gefa kost á sér í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði samkvæmt vefnum Bæjarins bestu. Athygli vekur að Guðfinna er eiginkona Halldórs Halldórssonar sem hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér fyrir næstu sveitastjórnakosningar. 11.11.2009 13:22 Hjálparsveit skáta gagnrýnd vegna myndatexta „Við erum búnir að biðja um breytingu á þessu,“ segir Hlynur Pálsson, starfsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík en myndatextar inn á síðu félagsins fóru fyrir brjóstið á lesendum. Þar stóð meðal annars undir mynd af hjálparsveitarkonu ásamt leitarhundi: Neyðarkelling og neyðartík (hvor er hvor?). 11.11.2009 13:04 Mansalsmálið: Íslendingurinn látinn laus Íslendingur sem verið hefur í haldi vegna gruns um að hann tengist umfangsmiklu mansalsmáli verður látinn laus í dag. Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að fara fram á að gæsluvarðhaldinu yfir honum verði framlengt. 11.11.2009 11:45 Ljósabekkir verði bannaðir innan átján Geislavarnastofnanir á Norðurlöndunum vilja að sett verði 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja. Þetta kemur fram á heimasíðu Geislavarna ríkisins. Þar segir að Norrænar geislavarnastofnanir hafi ráðlagt árið 2005, fólki undir 18 ára aldri og fólki með ljósa húð að nota ekki ljósabekki. Í nýrri sameiginlegri yfirlýsingu fjögurra geislavarnastofnana Finnlands, Svíþjóðar, Íslands og Noregs hafi hinsvegar verið gengið skrefi lengra og er nú lagt til að 18 ára aldursmark verði sett á notkun ljósabekkja. 11.11.2009 11:29 Tvö umferðaróhöpp í hálkunni Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Um áttaleytið valt jepplingur á Reykjanesbraut í Kópavogi. Ekki er ljóst hvað olli því en óhappið er hvorki rakið til hálku né hraðaksturs. 11.11.2009 11:17 Helmingur ók of hratt Brot 75 ökumanna voru mynduð á Hallsvegi í Reykjavík í gær af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2009 10:54 Haförn í Hvalfjarðarsveit Í síðustu viku sást til hafarnar norðan við Laxá í Hvalfjarðarsveit ofan við Stóra Lambhaga samkvæmt vef Hvalfjarðarsveitar. 11.11.2009 10:37 Brotist inn í fyrirtæki og bíla í nótt Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglu vegna innbrota sem framin voru í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Farið var inn í bíl á Suðurlandsbraut og þar tók þjófurinn sig til og spennti upp hurð bílsins til þess að komast inn. 11.11.2009 09:40 Að gera sem minnst í vinnunni Bandarískur rithöfundur segir fólk enn þá geta komist upp með að gera sem minnst í vinnunni, hvað sem kreppuástandi líður. 11.11.2009 08:45 Forseti ESB útnefndur í næstu viku Forseti Evrópusambandsins verður kosinn á fimmtudaginn í næstu viku, þann 19. nóvember að því er breska blaðið Financial Times hefur eftir Frederik Reinfreldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Kjörið fer fram á sérstökum aukafundi á meðal leiðtoga ríkja innan ESB og þykir líklegt að Herman van Rompuy forsætisráðherra Belga verði fyrir valinu. 11.11.2009 08:21 Varað við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku víðast hvar í borginni. Að sögn varðstjóra er ástandið mjög varhugavert og brýnir hann fyrir ökumönnum að fara varlega á leið til vinnu sinnar. 11.11.2009 07:57 Ástralar hækka viðbúnaðarstig vegna hákarla Sumarið er fram undan í Ástralíu og miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á baðströndum vegna tíðra hákarlaárása á þessu ári. 11.11.2009 07:18 Ölvaður flugstjóri handtekinn Lögregla á Heathrow-flugvellinum í London handtók bandarískan flugstjóra Boeing 767-farþegaþotu á mánudaginn, rétt fyrir fyrirhugað flugtak, en maðurinn, sem er á sextugsaldri, var undir töluverðum áfengisáhrifum. 11.11.2009 07:15 Muhammad tekinn af lífi í nótt John Allen Muhammad, maðurinn sem myrti tíu manns úr launsátri í úthverfum Washington borgar í Bandaríkjunum árið 2002 var tekinn af lífi í Virginíu í nótt. Aftakan fór fram með eitursprautu en verjendur Muhammads höfðu reynt allt til þess að fá aftökunni frestað. 11.11.2009 07:10 Rafmagnslaust í Brasilíu og Paraguay í gær Rafmagn fór af stórum hlutum Brasilíu og Paraguay í gærkvöldi, meðal annars voru stórborgirnar Rio de Janeiro og Sao Paulo rafmagnslausar. 11.11.2009 07:10 Flaug frá Íslandi til Skotlands á 14 tímum Fyrsti svanurinn af fimmtíu sem útbúnir voru staðsetningartækjum í Skotlandi í byrjun ársins er snúinn aftur eftir ferðalag til Íslands. Svanurinn sem kallaður er Supersonic Bill var snar í snúningum, en hann flaug 800 kílómetra leið frá Íslandsströndum til Skotlands á 14 klukkutímum. 11.11.2009 07:08 Lögregla skaut þriggja ára dreng Mikill styr er nú meðal íbúa bæjarins Klipfontein View í Suður-Afríku eftir að lögreglumaður skaut þriggja ára gamlan dreng þar til bana á laugardaginn. 11.11.2009 07:06 Refsingar fyrir hnífstunguárásir hertar í Bretlandi Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur breytt hegningarlöggjöf landsins á þann veg, að refsing fyrir morð, þar sem eggvopni er beitt, verður eftirleiðis að lágmarki 25 ár í stað 15 ára. 11.11.2009 07:04 Orrusta herskipa við strendur Kóreu Átök milli herskipa frá Norður- og Suður-Kóreu hafa ekki orðið í sjö ár. Á þriðjudaginn skiptust herskip frá ríkjunum á skotum úti af vesturströnd ríkjanna. 11.11.2009 06:00 Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. 11.11.2009 06:00 Orku- og umhverfisskattar verði 7,5 milljarðar króna Ríkisstjórnin er tilbúin að lækka þá upphæð sem umhverfis-, orku- og auðlindagjöld skila í ríkiskassann á næsta ári úr 16 milljörðum króna í 7,5 milljarða. Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafa mótmælt þessum gjöldum og er þetta tillaga til sáttar. Orkugjaldið verður, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, tólf aurar á kílóvattstund, ekki ein króna eins og lagt var til í fjárlagafrumvarpinu. 11.11.2009 06:00 Átta mánuði tók að svara tölvupósti Átta mánuðir liðu frá því að eftirlitssviði Lyfjastofnunar var send fyrirspurn í tölvupósti seint á árinu 2008 og þar til svar barst nú í sumar. Stofnunin hefur ekki enn skilað greinargerð vegna úttektar sem gerð var á ónefndu apóteki um mitt ár 2008. 11.11.2009 06:00 Björgólfur Thor á húsin í Gjábakka Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir, kona hans, eiga sumarbústaðina þrjá í Gjábakka í Þingvallaþjóðgarðinum sem sagt var frá í Fréttablaðinu á mánudag. Upplýsingar úr þjóðskrá að Ólafur H. Jónsson, faðir Kristínar, væri eigandi tveggja einkahlutafélaga sem eiga sumarhúsin reyndust ekki vera réttar. 11.11.2009 05:00 Norrænn loftslagsdagur í dag Í dag er haldinn hátíðlegur norrænn loftslagsdagur, en hann er hluti af undirbúningi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember. 11.11.2009 05:00 Öll gögn verði opin almenningi Forsætisráðherra á að lýsa því yfir hið fyrsta að öll gögn í umsjá opinberra aðila verði hér eftir opin og aðgengileg almenningi, nema brýnar ástæður séu til annars. Þetta segja tólf þingmenn úr öllum flokkum í nýlegri þingsályktunartillögu um opin gögn og rafrænan aðgang að þeim. 11.11.2009 05:00 Með nýtt frumvarp í smíðum Silvio Berlusconi forsætisráðherra og félagar hans á Ítalíuþingi ætla að leggja fram frumvarp sem myndi losa hann úr snöru réttarkerfisins vegna spillingarmála sem hann er ákærður fyrir. 11.11.2009 04:00 Seinkun og minna magn Afhendingu bóluefnis gegn svínainflúensu hingað til lands hefur seinkað í þessari viku og auk þess kemur minna magn en gert hafði verið ráð fyrir, að því er fram kemur á heimasíðu landlæknisembættisins. 11.11.2009 04:00 Lögmenn kanna leiðir til sátta Lögmenn taka sér þrjár vikur til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sáttum í fimm af sex skuldamálum sem gamli Landsbankinn hefur höfðað á hendur eignarhaldsfélaginu Imoni. Málflutningur vegna frávísunarkröfu sjötta og stærsta málsins fer fram um miðjan janúar. 11.11.2009 04:00 Vill takmarka vöxt bankanna Aðgerðir ríkisstjórna víða um heim til bjargar fjármálageiranum kunna að leiða af sér fákeppni og markaðsmisnotkun á bankamarkaði. Svo mælir Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands. 11.11.2009 04:00 Ríkið selji kvótann á 120 krónur kílóið Ríkið mun selja viðbótarkvóta á skötusel á 120 krónur hvert kíló og afla sér þannig 240 milljóna króna tekna næstu tvö ár ef frumvarp sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra lagði fyrir Alþingi í gær verður að lögum. „Þetta er mjög sérstakt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Þarna er bara verið að fara fyrningarleiðina með eina fisktegund.“ 11.11.2009 04:00 Lögreglan noti ekki rafbyssur Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni hvatti í gær dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að lögregla beri rafbyssur. Ríkislögreglustjóri vill að sérsveitarmenn beri slík vopn en endanleg ákvörðun þar um hefur ekki verið tekin. 11.11.2009 04:00 Hart deilt enn á ný um fóstureyðingar Deilur um fóstureyðingar eru orðnar háværar enn á ný í Bandaríkjunum eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að framlengja bann við því að ríkið taki þátt í að greiða kostnað við fóstureyðingar. 11.11.2009 03:30 Allt að 350 störf gætu tapast með hækkun tryggingargjalds Um 300 - 350 störf á vegum sveitarfélaganna gætu tapast vegna hækkunar tryggingargjalds, segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð. Grímur bendir á að við þá hækkun tryggingargjalds sem nú sé rætt um aukist álögur á sveitarfélögin um 1200 milljónir króna á næsta ári. 10.11.2009 20:01 Efnahags- og skattanefnd hittir fulltrúa Seðlabankans Fulltrúi frá Seðlabankanum hitti efnahags- og skattanefnd Alþingis á fundi nefndarinnar sem hófst laust eftir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis er Icesave málið á dagskrá fundarins en einnig verða önnur mál rædd í þaula samkvæmt heimildum Vísis. 10.11.2009 20:17 Rösklega 40 ráðnir án auglýsinga Frá síðustu áramótum hafa 42 starfsmenn verið ráðnir til starfa í ráðuneytum án auglýsinga. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. 10.11.2009 17:25 Sjá næstu 50 fréttir
Skipar vinnuhóp til að bæta eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi Ragna Árnadóttir dómsmála- og mannréttindaráðherra hefur skipað vinnuhóp til að kanna hvaða möguleikar eru fyrir hendi innan gildandi laga og alþjóðlegs samstarfs til að efla eftirlit með útlendingum og tryggja að verið sé að nýta þær heimildir sem til staðar eru til að uppræta skipulagða glæpastarfsemi hér á landi. 11.11.2009 17:28
Stóra tóbaksmálið: Kosningahnappurinn minn svínvirkar „Ég er mannaskástur í þessu,“ segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, spurður hvort hann sé drjúgur í neftóbaksneyslunni á Alþingi en þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir, gagnrýndi neyslu tóbaksins harðlega fyrr í dag. Hún hélt þá ræðu undir liðnum störf þingsins og sagði meðal annars: 11.11.2009 16:20
Segir skötuselsákvæðið ekki klæðskerasniðið fyrir sig Sex vikum áður en sjávarútvegsráðherra lagði fram frumvarp í gær um nýstárlega úthlutun skötuselskvóta keypti Grétar Mar Jónsson, fyrrverandi þingmaður Frjálslynda flokksins, þrjátíu tonna bát til að gera út á skötusel. Formaður Frjálslynda flokksins, Guðjón A. Kristjánsson, er nú sérlegur ráðgjafi ráðherra um breytingar á kvótakerfinu. 11.11.2009 18:45
Kosningakerfi Alþingis stíflað vegna grófrar neftóbaksneyslu Þingmaður Hreyfingarinnar, Margrét Tryggvadóttir hélt ræðu á Alþingi undir liðnum störf Alþingis fyrr í dag og gagnrýndi þar harðlega neftóbaksneyslu þingmanna. Afleiðingar þessarar neyslu er meðal annars að kosningakerfi Alþingis virkar ekki alltaf sem skyldi vegna þess að kosningahnappar tóbaksþingmannanna stíflast af grófum kornum tóbaksins. 11.11.2009 14:44
Framsóknarmenn tryggja kynjakvóta Framsóknarmenn í Reykjavík munu halda sérstakan kjörfund laugardaginn 28. nóvember nk. þar sem kosið verður á milli frambjóðenda sem gefa kost á sér í sæti á lista flokksins fyrir borgarstjórnarkosningarnar í maí 2010 samkvæmt kjörnefnd Framsóknar í Reykjavík. 11.11.2009 16:00
Þriðjungur allra flugslysa í Afríku Flugferðir yfir Aríku eru aðeins lítið brot af allri flugumferð í heiminum, telur um 4%, en hins vegar verður þriðjungur allra flugslysa í heiminum í Afríku, að því er fram kom á þriggja daga fundi um flugöryggismál í höfuðborg Tógó og greint er frá í tímariti Þróunarsamvinnustofnunar. 11.11.2009 14:32
Leggur til að Náttúruminjasafnið fái inn í Þjóðmenningahúsið Þingmaður Framsóknarflokksins, Siv Friðleifsdóttir, lagði til á þingi fyrir stundu að Náttúruminjasafn Íslands fengi inn í Þjóðmenningarhúsið. Tilurð umræðunnar var húsnæðisleysi safnsins. Siv sagði það jafnframt fráleitt að Íslendingar ættu ekkert náttúruminjasafn. 11.11.2009 14:29
Hrotti játar að hafa ráðist á lögreglumann Hinn tuttugu og sex ára gamli Björgvin Þór Kristjánsson játaði fyrir dómara í morgun að hafa brotið gegn valdstjórninni með því að hafa þann 1. apríl skallað lögreglumann á ennið þegar hann var við skyldustörf. Árásin átti sér stað fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar inni játaði Björgvin brot sín í morgun. 11.11.2009 14:17
Loftbyssa, sveðja og hnífar gerðir upptækir hjá fíkniefnasala Fíkniefni fundust við húsleit í íbúð í Reykjavík síðdegis í gær. Um var að ræða amfetamín, hass, marijúana, e-töflur og stera. 11.11.2009 13:54
Starfsmaður Fóðurblöndunnar dæmdur Karlmaður á fertugsaldri var dæmdur í dag í fyrir þjófnaðarbrot og tvö fjárdráttarbrot þegar hann starfaði hjá Fóðurblöndunni. Hann var upphaflega ákærður fyrir sex hegningalagabrot en var sakfelldur fyrir þrjú. 11.11.2009 13:42
Eiginkona bæjarstjórans íhugar framboð á Ísafirði Sagnfræðingurinn Guðfinna Hreiðarsdóttir íhugar að gefa kost á sér í fyrsta sætið á lista Sjálfstæðisflokksins á Ísafirði samkvæmt vefnum Bæjarins bestu. Athygli vekur að Guðfinna er eiginkona Halldórs Halldórssonar sem hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér fyrir næstu sveitastjórnakosningar. 11.11.2009 13:22
Hjálparsveit skáta gagnrýnd vegna myndatexta „Við erum búnir að biðja um breytingu á þessu,“ segir Hlynur Pálsson, starfsmaður Hjálparsveitar skáta í Reykjavík en myndatextar inn á síðu félagsins fóru fyrir brjóstið á lesendum. Þar stóð meðal annars undir mynd af hjálparsveitarkonu ásamt leitarhundi: Neyðarkelling og neyðartík (hvor er hvor?). 11.11.2009 13:04
Mansalsmálið: Íslendingurinn látinn laus Íslendingur sem verið hefur í haldi vegna gruns um að hann tengist umfangsmiklu mansalsmáli verður látinn laus í dag. Lögreglan á Suðurnesjum ætlar ekki að fara fram á að gæsluvarðhaldinu yfir honum verði framlengt. 11.11.2009 11:45
Ljósabekkir verði bannaðir innan átján Geislavarnastofnanir á Norðurlöndunum vilja að sett verði 18 ára aldurstakmark á notkun ljósabekkja. Þetta kemur fram á heimasíðu Geislavarna ríkisins. Þar segir að Norrænar geislavarnastofnanir hafi ráðlagt árið 2005, fólki undir 18 ára aldri og fólki með ljósa húð að nota ekki ljósabekki. Í nýrri sameiginlegri yfirlýsingu fjögurra geislavarnastofnana Finnlands, Svíþjóðar, Íslands og Noregs hafi hinsvegar verið gengið skrefi lengra og er nú lagt til að 18 ára aldursmark verði sett á notkun ljósabekkja. 11.11.2009 11:29
Tvö umferðaróhöpp í hálkunni Tvö umferðaróhöpp voru tilkynnt til lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Um áttaleytið valt jepplingur á Reykjanesbraut í Kópavogi. Ekki er ljóst hvað olli því en óhappið er hvorki rakið til hálku né hraðaksturs. 11.11.2009 11:17
Helmingur ók of hratt Brot 75 ökumanna voru mynduð á Hallsvegi í Reykjavík í gær af lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 11.11.2009 10:54
Haförn í Hvalfjarðarsveit Í síðustu viku sást til hafarnar norðan við Laxá í Hvalfjarðarsveit ofan við Stóra Lambhaga samkvæmt vef Hvalfjarðarsveitar. 11.11.2009 10:37
Brotist inn í fyrirtæki og bíla í nótt Nokkrar tilkynningar hafa borist til lögreglu vegna innbrota sem framin voru í nótt á höfuðborgarsvæðinu. Farið var inn í bíl á Suðurlandsbraut og þar tók þjófurinn sig til og spennti upp hurð bílsins til þess að komast inn. 11.11.2009 09:40
Að gera sem minnst í vinnunni Bandarískur rithöfundur segir fólk enn þá geta komist upp með að gera sem minnst í vinnunni, hvað sem kreppuástandi líður. 11.11.2009 08:45
Forseti ESB útnefndur í næstu viku Forseti Evrópusambandsins verður kosinn á fimmtudaginn í næstu viku, þann 19. nóvember að því er breska blaðið Financial Times hefur eftir Frederik Reinfreldt, forsætisráðherra Svíþjóðar. Kjörið fer fram á sérstökum aukafundi á meðal leiðtoga ríkja innan ESB og þykir líklegt að Herman van Rompuy forsætisráðherra Belga verði fyrir valinu. 11.11.2009 08:21
Varað við mikilli hálku á höfuðborgarsvæðinu Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu varar við mikilli hálku víðast hvar í borginni. Að sögn varðstjóra er ástandið mjög varhugavert og brýnir hann fyrir ökumönnum að fara varlega á leið til vinnu sinnar. 11.11.2009 07:57
Ástralar hækka viðbúnaðarstig vegna hákarla Sumarið er fram undan í Ástralíu og miklar varúðarráðstafanir verða gerðar á baðströndum vegna tíðra hákarlaárása á þessu ári. 11.11.2009 07:18
Ölvaður flugstjóri handtekinn Lögregla á Heathrow-flugvellinum í London handtók bandarískan flugstjóra Boeing 767-farþegaþotu á mánudaginn, rétt fyrir fyrirhugað flugtak, en maðurinn, sem er á sextugsaldri, var undir töluverðum áfengisáhrifum. 11.11.2009 07:15
Muhammad tekinn af lífi í nótt John Allen Muhammad, maðurinn sem myrti tíu manns úr launsátri í úthverfum Washington borgar í Bandaríkjunum árið 2002 var tekinn af lífi í Virginíu í nótt. Aftakan fór fram með eitursprautu en verjendur Muhammads höfðu reynt allt til þess að fá aftökunni frestað. 11.11.2009 07:10
Rafmagnslaust í Brasilíu og Paraguay í gær Rafmagn fór af stórum hlutum Brasilíu og Paraguay í gærkvöldi, meðal annars voru stórborgirnar Rio de Janeiro og Sao Paulo rafmagnslausar. 11.11.2009 07:10
Flaug frá Íslandi til Skotlands á 14 tímum Fyrsti svanurinn af fimmtíu sem útbúnir voru staðsetningartækjum í Skotlandi í byrjun ársins er snúinn aftur eftir ferðalag til Íslands. Svanurinn sem kallaður er Supersonic Bill var snar í snúningum, en hann flaug 800 kílómetra leið frá Íslandsströndum til Skotlands á 14 klukkutímum. 11.11.2009 07:08
Lögregla skaut þriggja ára dreng Mikill styr er nú meðal íbúa bæjarins Klipfontein View í Suður-Afríku eftir að lögreglumaður skaut þriggja ára gamlan dreng þar til bana á laugardaginn. 11.11.2009 07:06
Refsingar fyrir hnífstunguárásir hertar í Bretlandi Jack Straw, dómsmálaráðherra Bretlands, hefur breytt hegningarlöggjöf landsins á þann veg, að refsing fyrir morð, þar sem eggvopni er beitt, verður eftirleiðis að lágmarki 25 ár í stað 15 ára. 11.11.2009 07:04
Orrusta herskipa við strendur Kóreu Átök milli herskipa frá Norður- og Suður-Kóreu hafa ekki orðið í sjö ár. Á þriðjudaginn skiptust herskip frá ríkjunum á skotum úti af vesturströnd ríkjanna. 11.11.2009 06:00
Stjórnarmaður KSÍ vill setja siðareglur Ingibjörg Hinriksdóttir, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Íslands (KSÍ), telur að ekki hafi verið tekið rétt á málum fjármálastjóra sambandsins, en milljónir voru teknar af korti sambandsins sem hann var með á nektarstað í Sviss. Ingibjörg telur að málið hefði átt að vera opinbert frá fyrstu stundu. 11.11.2009 06:00
Orku- og umhverfisskattar verði 7,5 milljarðar króna Ríkisstjórnin er tilbúin að lækka þá upphæð sem umhverfis-, orku- og auðlindagjöld skila í ríkiskassann á næsta ári úr 16 milljörðum króna í 7,5 milljarða. Samtök atvinnulífsins (SA) og Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hafa mótmælt þessum gjöldum og er þetta tillaga til sáttar. Orkugjaldið verður, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins, tólf aurar á kílóvattstund, ekki ein króna eins og lagt var til í fjárlagafrumvarpinu. 11.11.2009 06:00
Átta mánuði tók að svara tölvupósti Átta mánuðir liðu frá því að eftirlitssviði Lyfjastofnunar var send fyrirspurn í tölvupósti seint á árinu 2008 og þar til svar barst nú í sumar. Stofnunin hefur ekki enn skilað greinargerð vegna úttektar sem gerð var á ónefndu apóteki um mitt ár 2008. 11.11.2009 06:00
Björgólfur Thor á húsin í Gjábakka Björgólfur Thor Björgólfsson og Kristín Ólafsdóttir, kona hans, eiga sumarbústaðina þrjá í Gjábakka í Þingvallaþjóðgarðinum sem sagt var frá í Fréttablaðinu á mánudag. Upplýsingar úr þjóðskrá að Ólafur H. Jónsson, faðir Kristínar, væri eigandi tveggja einkahlutafélaga sem eiga sumarhúsin reyndust ekki vera réttar. 11.11.2009 05:00
Norrænn loftslagsdagur í dag Í dag er haldinn hátíðlegur norrænn loftslagsdagur, en hann er hluti af undirbúningi fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem haldin verður í Kaupmannahöfn í desember. 11.11.2009 05:00
Öll gögn verði opin almenningi Forsætisráðherra á að lýsa því yfir hið fyrsta að öll gögn í umsjá opinberra aðila verði hér eftir opin og aðgengileg almenningi, nema brýnar ástæður séu til annars. Þetta segja tólf þingmenn úr öllum flokkum í nýlegri þingsályktunartillögu um opin gögn og rafrænan aðgang að þeim. 11.11.2009 05:00
Með nýtt frumvarp í smíðum Silvio Berlusconi forsætisráðherra og félagar hans á Ítalíuþingi ætla að leggja fram frumvarp sem myndi losa hann úr snöru réttarkerfisins vegna spillingarmála sem hann er ákærður fyrir. 11.11.2009 04:00
Seinkun og minna magn Afhendingu bóluefnis gegn svínainflúensu hingað til lands hefur seinkað í þessari viku og auk þess kemur minna magn en gert hafði verið ráð fyrir, að því er fram kemur á heimasíðu landlæknisembættisins. 11.11.2009 04:00
Lögmenn kanna leiðir til sátta Lögmenn taka sér þrjár vikur til að kanna hvort grundvöllur sé fyrir sáttum í fimm af sex skuldamálum sem gamli Landsbankinn hefur höfðað á hendur eignarhaldsfélaginu Imoni. Málflutningur vegna frávísunarkröfu sjötta og stærsta málsins fer fram um miðjan janúar. 11.11.2009 04:00
Vill takmarka vöxt bankanna Aðgerðir ríkisstjórna víða um heim til bjargar fjármálageiranum kunna að leiða af sér fákeppni og markaðsmisnotkun á bankamarkaði. Svo mælir Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands. 11.11.2009 04:00
Ríkið selji kvótann á 120 krónur kílóið Ríkið mun selja viðbótarkvóta á skötusel á 120 krónur hvert kíló og afla sér þannig 240 milljóna króna tekna næstu tvö ár ef frumvarp sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra lagði fyrir Alþingi í gær verður að lögum. „Þetta er mjög sérstakt,“ segir Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna. „Þarna er bara verið að fara fyrningarleiðina með eina fisktegund.“ 11.11.2009 04:00
Lögreglan noti ekki rafbyssur Þórunn Sveinbjarnardóttir Samfylkingunni hvatti í gær dómsmálaráðherra til að koma í veg fyrir að lögregla beri rafbyssur. Ríkislögreglustjóri vill að sérsveitarmenn beri slík vopn en endanleg ákvörðun þar um hefur ekki verið tekin. 11.11.2009 04:00
Hart deilt enn á ný um fóstureyðingar Deilur um fóstureyðingar eru orðnar háværar enn á ný í Bandaríkjunum eftir að fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti að framlengja bann við því að ríkið taki þátt í að greiða kostnað við fóstureyðingar. 11.11.2009 03:30
Allt að 350 störf gætu tapast með hækkun tryggingargjalds Um 300 - 350 störf á vegum sveitarfélaganna gætu tapast vegna hækkunar tryggingargjalds, segir Grímur Atlason, sveitarstjóri í Dalabyggð. Grímur bendir á að við þá hækkun tryggingargjalds sem nú sé rætt um aukist álögur á sveitarfélögin um 1200 milljónir króna á næsta ári. 10.11.2009 20:01
Efnahags- og skattanefnd hittir fulltrúa Seðlabankans Fulltrúi frá Seðlabankanum hitti efnahags- og skattanefnd Alþingis á fundi nefndarinnar sem hófst laust eftir klukkan átta í kvöld. Samkvæmt upplýsingum á vef Alþingis er Icesave málið á dagskrá fundarins en einnig verða önnur mál rædd í þaula samkvæmt heimildum Vísis. 10.11.2009 20:17
Rösklega 40 ráðnir án auglýsinga Frá síðustu áramótum hafa 42 starfsmenn verið ráðnir til starfa í ráðuneytum án auglýsinga. Þetta kemur fram í svari Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar, varaformanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. 10.11.2009 17:25