Innlent

Fjórir á gjörgæslu vegna svínaflensu

Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með mánudeginum 16. nóvember.
Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með mánudeginum 16. nóvember. Mynd/Vilhelm Gunnarsson
28 sjúklingar eru inniliggjandi á Landspítala með svínaflensu eða H1N1 inflúensuna. Þar af eru fjórir sem haldið er á gjörgæslu. Síðasta sólarhringinn voru þrír sjúklingar útskrifaðir af spítalanum eftir að hafa verið inniliggjandi vegna svínaflensu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá farsóttarnefnd spítalans.

Allir landsmenn geta pantað tíma á heilsugæslustöðvum fyrir bólusetningu gegn svínaflensu frá og með mánudeginum 16. nóvember. Sóttvarnalæknir hvetur vanfærar konur og þá sem eru meðundirliggjandi sjúkdóma til að panta þegar í stað tíma fyrir bólusetningu á næstu heilsugæslustöð. Þá er eindregið mælst til þess að aðstandendur barna, ungmenna og aldraðra með undirliggjandi sjúkdóma sjái til þess að viðkomandi láti bólusetja sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×