Innlent

Frjálslyndir íhuga að stefna Ólafi F. og borgarstjóra

Ólafur F. Magnússon sakar Frjálslynda flokkinn um pólitískar árásir.
Ólafur F. Magnússon sakar Frjálslynda flokkinn um pólitískar árásir.

„Frjálslyndir þurfa líklega að stefna borgastjóra og Ólafi," segir í tilkynningu á heimasíðu Frjálslynda flokksins sem þar birtist í dag. Framkvæmdarstjórn flokksins segist hafa fregnað að innri endurskoðun borgarinnar hafi komist að þeirri niðurstöðu að það leiki verulegur vafi á því hvert styrkir til stjórnmálaflokka skuli renna.

Tilefnið eru greiðslur sem Ólafur F. Magnússon fékk þegar hann var borgarfulltrúi Frjálslynda flokksins en flokkurinn krefst þess að fá þær. Í viðtali við Vísi í ágúst síðastliðnum sagði Ólafur að borgarstjórnarflokkur Frjálslynda flokksins, sem nú er orðinn óháður, ekki hafa fengið krónu af því fé sem hann segist ætlað til starfsemi flokksins, heldur hafi því verið varið í að greiða niður skuldir og halda úti skrifstofu Frjálslyndra, sem Ólafur kallar vinakerfi. Því hafi hann brugðið á það ráð að halda sjálfur utan um féð.

Í lögum um stjórnmálaflokka segir að sveitarfélögum yfir ákveðinni stærð sé skylt að veita stjórnmálasamtökum sem ná ákveðnu lágmarksfylgi fjárframlög til starfsemi sinnar. Nú hafa risið upp deilur milli Ólafs og Guðjóns Arnars Kristjánssonar, formanns Frjálslyndra, um hvort féð skuli renna til borgarstjórnarflokksins, sem Ólafur skipar einn, eða til Frjálslyndra.

Í tilkynningu á heimasíðu Frjálslyndra segir að í ljósi niðurstöðu innri endurskoðunar verði þær greiðslur sem berast áttu Frjálslynda flokknum, að þeirra mati,. settar á sérstakan bankareikning þar til úr því fæst skorið hvert þær eiga að renna, til flokksins eða Ólafs F. Magnússonar sem ekki er lengur í Frjálslynda flokknum.

Þá segir jafnframt:

„Þetta eru furðuleg niðurstaða í ljósi nýlegs úrskurðar alþingis um að styrkur ríkisins skuli renna til Borgarahreyfingarinnar þrátt fyrir að hreyfingin eigi ekki lengur þingmenn. Eins má spyrja að því að ef t.d. Kjartan Magnússon Sjálfstæðisflokki segir sig úr flokknum og stofnar nýjan fær hann þá framlag Sjálfstæðisflokksins? Þessi niðurstaða innriendurskoðunar stenst engan veginn og mun Frjálslyndi flokkurinn bregðast mjög hart við og líklegt er að niðurstaðan verði að stefna borgarstjóra næstu daga. Þess má geta að fjórflokkurinn hefur þegar greitt sér þessa peninga og eftir því sem xf.is hefur fregnað inn á kennitölu móðurflokkana!"








Fleiri fréttir

Sjá meira


×