Innlent

Síðasti bæjarstjórnarfundur bæjarstjórans

Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, bæjarstjóri í Grindavík, sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund í gærkvöldi en hún tekur við sem sóknarprestur í Kolfreyjustaðarprestakalli um næstu mánaðarmót. Ekki hefur verið greint frá því hver verður eftirmaður Jónu Kristínar í embætti bæjarstjóra.

„Þar sem þetta er síðasti bæjarstjórnarfundur Jónu Kristínar sem bæjarstjóra Grindavíkur vill bæjarstjórn Grindavíkur þakka henni fyrir hennar störf í þágu Grindavíkurbæjar, bæði sem bæjarstjóri og prestur og óskar henni velfarnaðar í nýju starfi á sínum gömlu heimaslóðum," segir í bókun í fundargerð bæjarstjórnar.

Jóna Kristín tók við sem bæjarstjóri sumarið 2008 eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar sprakk. Í framhaldinu mynduðu Samfylking og Framsóknarflokkur nýjan meirihluta.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×