Fleiri fréttir Sjóræningjar náðu bresku flutningaskipi Sómalskir sjóræningjar á Aden-flóa náðu í gær bresku gámaflutningaskipi á sitt vald og er þar um að ræða fimmta skipið sem rænt er á innan við tveimur sólarhringum. Skipið heitir Malaspina Castle, er í eigu Breta en gert út af ítölsku flutningafyrirtæki. 7.4.2009 07:18 Sterkur jarðskjálfti undan strönd Rússlands Jarðskjálfti að styrkleika sjö stig á Richter varð um 300 kílómetra frá Kuril-eyjum, undan Kyrrahafsströnd Rússlands, klukkan tæplega hálffimm í morgun. 7.4.2009 07:16 Fórnarlömb skjálftans á Ítalíu tæplega 180 Nú er ljóst að um 180 manns hafa týnt lífi í jarðskjálftanum á Ítalíu í fyrrinótt. Björgunarmenn halda áfram leit í rústum og eru þúsundir þeirra við störf á hamfarasvæðinu þar sem rigning og kuldi hamla aðgerðum þó að einhverju leyti. 7.4.2009 07:07 Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. 7.4.2009 07:00 Lífeyrissjóðir með svipað tap og aðrir Íslensku lífeyrissjóðirnir skiluðu neikvæðri ávöxtun upp á 21,5 prósent í fyrra, miðað við tölur frá Fjármálaeftirlitinu. Margir erlendir lífeyrissjóðir skiluðu verri ávöxtun en þeir íslensku gerðu og það þrátt fyrir efnahagshrunið hér á landi. Norski olíusjóðurinn skilaði til dæmis neikvæðri ávöxtun upp á 23,3 prósent og belgískir sjóðir skiluðu ávöxtun upp á mínus 25 prósent árið 2008. 7.4.2009 06:30 Fékk ekki færi á andmælum Dómsmálaráðuneytið á að taka aftur fyrir mál karlmanns frá Venesúela sem Útlendingastofnun vísaði úr landi eftir að hann hafði lokið afplánum dóms fyrir líkamsárás. 7.4.2009 06:15 Einna lægst hlutfall hér Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfarinn áratug. Í fyrra dóu ellefu börn á fyrsta ári hér á landi. Það þýðir að af hverjum þúsund lifandi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni. 7.4.2009 05:30 Einhliða upptaka ekki rædd Alþingi Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt um það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að taka einhliða upp evru hér á landi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í gær. 7.4.2009 05:15 Eftirför á fjölda lögreglubíla Fjöldi lögreglubíla veitti í gærkvöld ökumanni á fólksbíl eftirför frá Bústaðavegi upp á Vesturlandsveg ofan við Grafarvog. 7.4.2009 05:00 Býður samstarf við starfsfólkið Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra átti í gær fundi með trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar, BSRB og SGS, til að ræða stöðu hennar og framtíðarhorfur. Ráðherrann bauð samvinnu við stéttarfélögin. 7.4.2009 04:45 Ákærður fyrir að smána Kína Ríkissaksóknari hefur ákært 27 ára gamlan Tékka, Jan Jirícek, fyrir að sletta rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins fyrir rúmu ári. 7.4.2009 04:30 Allir vilja hjálpa „Ég heyri í þyrlunum, björgunarsveitir héðan eru að leggja af stað til að hjálpa til á jarðskjálftasvæðinu,“ segir Fífa Larsen í samtali við Fréttablaðið. Fífa, sem búsett er í héraðinu Friuli í norðausturhluta Ítalíu, segir fólk ekki tala um annað en jarðskjálftann og fylgjast grannt með tíðindum. „Hér í Friuli vilja allir hjálpa til því fólki er enn í fersku minni hjálpsemi fólks eftir mjög harðan og mannskæðan jarðskjálfta sem hér varð á áttunda áratugnum.“ 7.4.2009 04:30 Mikil verðmæti geta glatast á töfum Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir mikil verðmæti í uppnámi, gangi salan á SPRON til MP Banka ekki eftir. 7.4.2009 03:00 Kommúnistar sigruðu Kommúnistaflokkurinn í Moldóvu, sem heldur þar um stjórntaumana, fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag, samkvæmt opinberum úrslitum sem tilkynnt voru í gær. 7.4.2009 02:30 Hvaða mál eru í forgangi? 7.4.2009 00:01 Leitað fram eftir nóttu Alls fimm þúsund björgunarsveitarmenn og sjálboðaliðar munu leita fólks sem hugsanlega eru enn undir rústunum í smábænum L´Aquila á Ítalíu eftir að jarðskjálftinn skók jörðina með dramatískum afleiðingum. 6.4.2009 23:50 Ók á tæplega 200 kílómetra hraða Lögreglan er búinn að handtaka ökumanninn sem reyndi að komast undan lögreglunni nú fyrir stundu. Þegar hann ók hvað hraðast þá var hann á 180 kílómetra hraða á klukkustund. 6.4.2009 21:55 Minnst tíu lögreglubílar veittu manni eftirför Minnst tíu lögreglubílar veittu bifreið eftirför eftir Vesturlandsveginum nú fyrir stundu en ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 6.4.2009 21:16 Boða til mótmæla gegn Rauða Krossinum Hópur aðgerðasinna hafa efnt til mótmæla við höfuðstöðvar Rauða Krossins við Efstaleitið á miðvikudaginn klukkan hálf tólf. Þetta má sjá á vefsvæði á Facebook. Þar er því haldið fram að Rauði Krossinn standi aðgerðarlaus hjá gagnvart þeim flóttamönnum sem beðið hafa um hæli hér á landi. Þá er einnig spurt hversvegna Rauði Krossinn sinni ekki hlutverki sínu. 6.4.2009 22:00 Össur Skarphéðinsson: Orkulindir geta ekki tapast Iðnaðarráðherrann Össur Skarphéðinsson skrifar á bloggsíðu sína nú um kvöldmatarleytið að orkulindir geti ekki tapast hér á landi, skýr lög verndi þær. 6.4.2009 19:33 Ákærður fyrir eignarspjöll við kínverska sendiráðið Ákæru á hendur hugsjónamannins Jan Jiricek var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hann hellti rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins í mars á síðasta ári. 6.4.2009 18:14 Réttlætanlegt að takmarka mótmæli við einkaheimili Þegar mótmælendur safnast saman fyrir utan einkaheimili er talið réttlætanlegt að takmarka fundarfrelsi og tjáningarfrelsi með aðgerðum lögreglu, segir lagaprófessor við Háskóla Íslands. Sjö manns voru handteknir í gær við mótmæli fyrir utan heimili forstjóra Útlendingastofnunar. 6.4.2009 19:18 Álrisar beðnir um álit á stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrárnefnd óskaði eftir því að fulltrúar þriggja erlendra stórfyrirtækja veittu umsögn um stjórnarskrá Íslands. Fróðir menn minnast þess ekki að slíkt hafi áður verið gert. 6.4.2009 19:10 Össur áhyggjufullur vegna eldflaugaskots Utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson, lýsir yfir alvarlegum áhyggjum yfir tilraunaskoti stjórnvalda Norður-Kóreu en ríkið skaut eldflaug á loft þann fimmta apríl síðastliðinn. Í tilkynningu sem Össur sendi frá sér segir eftirfarandi: 6.4.2009 18:45 Landsbankinn býður upp á óverðtryggð íbúðalán Landsbankinn tilkynnti á blaðamannafundi nú síðdegis að hann hyggst bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán og er það liður í lausn bankans til þess að aðstoða heimili í greiðsluerfiðleikum. 6.4.2009 17:17 Rimlahliði og fartölvu stolið Aðfaranótt síðastliðins föstudags var brotist inn í þrjú fyrirtæki í Þorlákshöfn. Þessi fyrirtæki voru verslun Olís við Óseyrarbraut, veitingastaðurinn Svarti sauðurinn við Unubakka og Þjónustustöðin sem einnig er við Unubakka. Úr Olís var stolið skiptimynt og eitthvað af bílahreinsivörum. Úr Svarta sauðnum var stolið skiptimynt og fjórum kössum af Viking bjór. Einskis var saknað úr Þjónustustöðinni nema hugsanlega lítilræðis af skiptimynnt. Sömu aðferð var beitt við að komast inn í fyrirtækin það er með því að spenna upp hurð með einhvers konar áhaldi. 6.4.2009 16:17 Yfir 40% verðmunur á matarkörfunni 41% verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 8 verslunum 2.apríl. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 15.158 krónur en dýrust í Samkaup Úrval 21.402 krónur, en verðmunurinn er 6.244 krónur. 6.4.2009 15:56 „Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. 6.4.2009 15:49 Framkvæmdum hraðað við ofanflóðavarnir Í kjölfar tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra sem samþykkt var í ríkisstjórn um að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað, hefur ofanflóðanefnd óskað eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að bjóða út framkvæmdir við varnargarða í Neskaupstað og í Ólafsfirði. Umhverfisráðherra lagði til við ríkisstjórn að tæpum 1.100 milljónum króna yrði varið í ofanflóðavarnir til viðbótar við þær tæpar 700 milljónir sem ákveðið var að veita í málaflokkinn samkvæmt fjárlögum. 6.4.2009 15:37 Erfiðara að nálgast harðari efni Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segist eiga vona á aðgerðir lögreglu er varða upprætingu á kannabisræktunum muni skila sér á næstunni í minna framboði á markaði. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ hefur grammið af kannabis staðið í stað síðustu þrjá mánuði og kostar um 3.400 krónur en amfetamín hefur snarhækkað í verði. Þórarinn segir að amfetamínið hafi hækkað í janúar sem sé óeðlilegt þar sem yfirleitt hafi það gerst í kringum jólin. 6.4.2009 15:13 Yfir 900 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika borist til Íbúðalánasjóðs. Úrræði vegna greiðsluvanda geta verið af ýmsum toga, t.d. skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum og lenging lána, að fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. 6.4.2009 14:57 Ólafur Ragnar sendir forseta Ítalíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Ítalíu Giorgio Napolitano samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna hörmunganna sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Abruzzo. 6.4.2009 13:56 Kærður fyrir að vara við jarðskjálftanum á Ítalíu Ítalskur jarðvísindamaður sem varaði við jarðskjálftanum sem þar varð í nótt var kærður til lögreglunnar fyrir hræðsluáróður og skipað að taka viðvaranir sínar af YouTube. 6.4.2009 13:52 Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6.4.2009 13:36 Landsbjörg í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftans á Ítalíu Rétt fyrir klukkan 2 í nótt bárust boð frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna um að jarðskjálfti upp á 6.3 á Richter hefði riðið yfir miðhluta Ítalíu. Jarðskjálftinn var mjög grunnt undir borginni L‘Aquila sem er um 90 km norðaustur af Róm. Stjórnendur Íslensku Alþjóðasveitarinnar vöktuðu ástandið frá fyrstu mínútum og öfluðu upplýsinga í gegnum fjölmiðla og tengiliði innan Sameinuðu þjóðanna. 6.4.2009 13:24 Kókaín og sterar í húsleit á Akureyri Í gærmorgun framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð hjá karlmanni á fimmtugsaldri og fundust þar um 15 grömm af kókaíni og lítilræði af sterum. Manninum var sleppt og lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Einn karlmaður á þrítugsaldri sem var gestkomandi í íbúðinni reyndist svo hafa einn neysluskammt af fíkniefnum á sér. 6.4.2009 13:18 Nagladekkjum fækkað um fjórðung frá 2001 42% bifreiða í Reykjavík voru á nagladekkjum í marsmánuði. Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði. Notkun nagla er bönnuð eftir 15. apríl. 6.4.2009 12:51 Allir nema Álfheiður eiga hlut í Smugunni Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir utan Álfheiði Ingadóttur eiga hlut í vefmiðlinum Smugunni. Meirihluti þeirra á hlut í Friðarhúsi, húsnæði Samtaka hernaðarandstæðinga. Formaður flokksins á 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands. 6.4.2009 12:51 Sómalskir sjóræningjar halda áfram að ræna Sómalskir sjóræningjar rændu í dag þrjátíu og tvöþúsund tonna flutningaskipi undan ströndum landsins. Skipið er skráð í Bretlandi en rekið af ítölsku skipafélagi. Áhöfnin mun vera af blönduðu þjóðerni en ekki er vitað hversu fjölmenn hún er. 6.4.2009 12:25 50 látnir eftir jarðskjálftann á Ítalíu Að minnsta kosti fimmtíu manns létu lífið í jarðskjálfanum sem reið yfir mið Ítalíu í nótt. Hundruð bygginga hrundu til grunna. Björgunarsveitir eru nú að leita í rústum hundruða húsa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka, jafnvel verulega. 6.4.2009 12:20 Samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna í góðum farvegi Utanríkisráðherra segir að samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna séu í góðum farvegi og vonandi þurfi Íslendingar ekki að taka á sig neinn skell vegna Icesave. Þingmaður Framsóknarflokksins segir utanríkisstefnu Samfylkingarinnar bara felast í því að mala. 6.4.2009 12:15 Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6.4.2009 11:45 Belginn skilaði af sér seint í gærkvöldi Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gamall Belgi sem gripinn var í Leifsstöð í síðustu viku er búinn að skila af sér fíkniefnum sem hann hafði innvortis. Efnunum skilaði Belginn af sér seint í gærkvöldi en hann notaði meðal annars laxerolíu til þess að auðvelda sér verkið. Ekki liggur fyrir hversu mikið af efnum maðurinn hafði innvortis, en það mun liggja fyrir seinna í dag. 6.4.2009 10:40 Lægstu launin í iðnaði - hæst í fjármálaþjónustu Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 324 þúsund krónur á mánuði árið 2008. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 355 þúsund krónur að meðaltali og regluleg heildarlaun, það er regluleg laun ásamt yfirvinnu, voru 393 þúsund krónur. Greiddar stundir fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 44,7 stundir á viku. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 454 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Í heildarlaunum eru regluleg heildarlaun að viðbættum ýmsum greiðslum sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili svo sem desemberuppbót og afkomutengdar greiðslur. 6.4.2009 10:23 Segir álver í Helguvík vinna gegn fjölbreyttri atvinnustefnu Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna leggst eindregið gegn samþykkt frumvarps um heimild til samninga um álver í Helguvík. Í nefndaráliti Álfheiðar í iðnaðarnefnd bendir hún meðal annars á óvissu um efnahaglseg áhrif þess sem og umhverfisáhrifin. Hún segir þau hvorki hafa verið mtein fyrir tengdar framkvæmdir né fyrir þá 360 þúsund tonna framleiðslu sem samningurinn gerir ráð fyrir, heldur aðeins fyrir 250 þúsund tonna álver. Þá segir Álfheiður að aðeins liggi fyrir heimildir fyrir losun sem svarar 150 þúsund tonna framleiðslu þannig að væntingar um fjölda nýrra starfa og arðsemi framkvæmdarinnar séu ekki byggðar á raunhæfum forsendum. 6.4.2009 10:10 Sjá næstu 50 fréttir
Sjóræningjar náðu bresku flutningaskipi Sómalskir sjóræningjar á Aden-flóa náðu í gær bresku gámaflutningaskipi á sitt vald og er þar um að ræða fimmta skipið sem rænt er á innan við tveimur sólarhringum. Skipið heitir Malaspina Castle, er í eigu Breta en gert út af ítölsku flutningafyrirtæki. 7.4.2009 07:18
Sterkur jarðskjálfti undan strönd Rússlands Jarðskjálfti að styrkleika sjö stig á Richter varð um 300 kílómetra frá Kuril-eyjum, undan Kyrrahafsströnd Rússlands, klukkan tæplega hálffimm í morgun. 7.4.2009 07:16
Fórnarlömb skjálftans á Ítalíu tæplega 180 Nú er ljóst að um 180 manns hafa týnt lífi í jarðskjálftanum á Ítalíu í fyrrinótt. Björgunarmenn halda áfram leit í rústum og eru þúsundir þeirra við störf á hamfarasvæðinu þar sem rigning og kuldi hamla aðgerðum þó að einhverju leyti. 7.4.2009 07:07
Alþingi hefur aldrei áður fundað jafn nærri kjördegi Nær öruggt er að Alþingi mun koma saman eftir páska, segir Lúðvík Bergvinsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Hann segir að jafnvel þótt sjálfstæðismenn létu þegar af málþófi sínu væri tíminn til að koma nauðsynlegum málum í höfn í dag og á morgun sennilega of naumur. 7.4.2009 07:00
Lífeyrissjóðir með svipað tap og aðrir Íslensku lífeyrissjóðirnir skiluðu neikvæðri ávöxtun upp á 21,5 prósent í fyrra, miðað við tölur frá Fjármálaeftirlitinu. Margir erlendir lífeyrissjóðir skiluðu verri ávöxtun en þeir íslensku gerðu og það þrátt fyrir efnahagshrunið hér á landi. Norski olíusjóðurinn skilaði til dæmis neikvæðri ávöxtun upp á 23,3 prósent og belgískir sjóðir skiluðu ávöxtun upp á mínus 25 prósent árið 2008. 7.4.2009 06:30
Fékk ekki færi á andmælum Dómsmálaráðuneytið á að taka aftur fyrir mál karlmanns frá Venesúela sem Útlendingastofnun vísaði úr landi eftir að hann hafði lokið afplánum dóms fyrir líkamsárás. 7.4.2009 06:15
Einna lægst hlutfall hér Ungbarnadauði hefur verið lágur hér á landi miðað við önnur lönd undanfarinn áratug. Í fyrra dóu ellefu börn á fyrsta ári hér á landi. Það þýðir að af hverjum þúsund lifandi fæddum börnum dóu að meðaltali 2,5 börn. Þetta kemur fram hjá Hagstofunni. 7.4.2009 05:30
Einhliða upptaka ekki rædd Alþingi Íslensk stjórnvöld hafa ekki rætt um það við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn að taka einhliða upp evru hér á landi. Þetta sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á Alþingi í gær. 7.4.2009 05:15
Eftirför á fjölda lögreglubíla Fjöldi lögreglubíla veitti í gærkvöld ökumanni á fólksbíl eftirför frá Bústaðavegi upp á Vesturlandsveg ofan við Grafarvog. 7.4.2009 05:00
Býður samstarf við starfsfólkið Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra átti í gær fundi með trúnaðarmönnum verkalýðsfélaga innan heilbrigðisþjónustunnar, BSRB og SGS, til að ræða stöðu hennar og framtíðarhorfur. Ráðherrann bauð samvinnu við stéttarfélögin. 7.4.2009 04:45
Ákærður fyrir að smána Kína Ríkissaksóknari hefur ákært 27 ára gamlan Tékka, Jan Jirícek, fyrir að sletta rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins fyrir rúmu ári. 7.4.2009 04:30
Allir vilja hjálpa „Ég heyri í þyrlunum, björgunarsveitir héðan eru að leggja af stað til að hjálpa til á jarðskjálftasvæðinu,“ segir Fífa Larsen í samtali við Fréttablaðið. Fífa, sem búsett er í héraðinu Friuli í norðausturhluta Ítalíu, segir fólk ekki tala um annað en jarðskjálftann og fylgjast grannt með tíðindum. „Hér í Friuli vilja allir hjálpa til því fólki er enn í fersku minni hjálpsemi fólks eftir mjög harðan og mannskæðan jarðskjálfta sem hér varð á áttunda áratugnum.“ 7.4.2009 04:30
Mikil verðmæti geta glatast á töfum Hlynur Jónsson, formaður skilanefndar SPRON, segir mikil verðmæti í uppnámi, gangi salan á SPRON til MP Banka ekki eftir. 7.4.2009 03:00
Kommúnistar sigruðu Kommúnistaflokkurinn í Moldóvu, sem heldur þar um stjórntaumana, fór með sigur af hólmi í þingkosningum sem fram fóru í landinu á sunnudag, samkvæmt opinberum úrslitum sem tilkynnt voru í gær. 7.4.2009 02:30
Leitað fram eftir nóttu Alls fimm þúsund björgunarsveitarmenn og sjálboðaliðar munu leita fólks sem hugsanlega eru enn undir rústunum í smábænum L´Aquila á Ítalíu eftir að jarðskjálftinn skók jörðina með dramatískum afleiðingum. 6.4.2009 23:50
Ók á tæplega 200 kílómetra hraða Lögreglan er búinn að handtaka ökumanninn sem reyndi að komast undan lögreglunni nú fyrir stundu. Þegar hann ók hvað hraðast þá var hann á 180 kílómetra hraða á klukkustund. 6.4.2009 21:55
Minnst tíu lögreglubílar veittu manni eftirför Minnst tíu lögreglubílar veittu bifreið eftirför eftir Vesturlandsveginum nú fyrir stundu en ökumaður sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglunnar. 6.4.2009 21:16
Boða til mótmæla gegn Rauða Krossinum Hópur aðgerðasinna hafa efnt til mótmæla við höfuðstöðvar Rauða Krossins við Efstaleitið á miðvikudaginn klukkan hálf tólf. Þetta má sjá á vefsvæði á Facebook. Þar er því haldið fram að Rauði Krossinn standi aðgerðarlaus hjá gagnvart þeim flóttamönnum sem beðið hafa um hæli hér á landi. Þá er einnig spurt hversvegna Rauði Krossinn sinni ekki hlutverki sínu. 6.4.2009 22:00
Össur Skarphéðinsson: Orkulindir geta ekki tapast Iðnaðarráðherrann Össur Skarphéðinsson skrifar á bloggsíðu sína nú um kvöldmatarleytið að orkulindir geti ekki tapast hér á landi, skýr lög verndi þær. 6.4.2009 19:33
Ákærður fyrir eignarspjöll við kínverska sendiráðið Ákæru á hendur hugsjónamannins Jan Jiricek var þingfest í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag en hann hellti rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins í mars á síðasta ári. 6.4.2009 18:14
Réttlætanlegt að takmarka mótmæli við einkaheimili Þegar mótmælendur safnast saman fyrir utan einkaheimili er talið réttlætanlegt að takmarka fundarfrelsi og tjáningarfrelsi með aðgerðum lögreglu, segir lagaprófessor við Háskóla Íslands. Sjö manns voru handteknir í gær við mótmæli fyrir utan heimili forstjóra Útlendingastofnunar. 6.4.2009 19:18
Álrisar beðnir um álit á stjórnarskrá Íslands Stjórnarskrárnefnd óskaði eftir því að fulltrúar þriggja erlendra stórfyrirtækja veittu umsögn um stjórnarskrá Íslands. Fróðir menn minnast þess ekki að slíkt hafi áður verið gert. 6.4.2009 19:10
Össur áhyggjufullur vegna eldflaugaskots Utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson, lýsir yfir alvarlegum áhyggjum yfir tilraunaskoti stjórnvalda Norður-Kóreu en ríkið skaut eldflaug á loft þann fimmta apríl síðastliðinn. Í tilkynningu sem Össur sendi frá sér segir eftirfarandi: 6.4.2009 18:45
Landsbankinn býður upp á óverðtryggð íbúðalán Landsbankinn tilkynnti á blaðamannafundi nú síðdegis að hann hyggst bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán og er það liður í lausn bankans til þess að aðstoða heimili í greiðsluerfiðleikum. 6.4.2009 17:17
Rimlahliði og fartölvu stolið Aðfaranótt síðastliðins föstudags var brotist inn í þrjú fyrirtæki í Þorlákshöfn. Þessi fyrirtæki voru verslun Olís við Óseyrarbraut, veitingastaðurinn Svarti sauðurinn við Unubakka og Þjónustustöðin sem einnig er við Unubakka. Úr Olís var stolið skiptimynt og eitthvað af bílahreinsivörum. Úr Svarta sauðnum var stolið skiptimynt og fjórum kössum af Viking bjór. Einskis var saknað úr Þjónustustöðinni nema hugsanlega lítilræðis af skiptimynnt. Sömu aðferð var beitt við að komast inn í fyrirtækin það er með því að spenna upp hurð með einhvers konar áhaldi. 6.4.2009 16:17
Yfir 40% verðmunur á matarkörfunni 41% verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 8 verslunum 2.apríl. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 15.158 krónur en dýrust í Samkaup Úrval 21.402 krónur, en verðmunurinn er 6.244 krónur. 6.4.2009 15:56
„Hættum nú þessum kjánaskap góðir þingmenn“ Þingmenn Sjálfstæðisflokksins vildu vita þegar þingfundur hófst að nýju klukkan þrjú hversu lengi fundurinn ætti að standa. Sturla Böðvarsson óskaði eftir því að hlé yrði gert á fundinum á meðan sjónvarpsútsending með frambjóðendum í Norðvesturkjördæmi fer fram á Ísafirði kvöld. Mörður Árnason, varaþingmaður Samfylkingarinnar, bað þingmenn um að hætta því sem hann kallaði kjánaskap. 6.4.2009 15:49
Framkvæmdum hraðað við ofanflóðavarnir Í kjölfar tillögu Kolbrúnar Halldórsdóttur umhverfisráðherra sem samþykkt var í ríkisstjórn um að framkvæmdum við ofanflóðavarnir verði hraðað, hefur ofanflóðanefnd óskað eftir heimild fjármálaráðuneytisins til að bjóða út framkvæmdir við varnargarða í Neskaupstað og í Ólafsfirði. Umhverfisráðherra lagði til við ríkisstjórn að tæpum 1.100 milljónum króna yrði varið í ofanflóðavarnir til viðbótar við þær tæpar 700 milljónir sem ákveðið var að veita í málaflokkinn samkvæmt fjárlögum. 6.4.2009 15:37
Erfiðara að nálgast harðari efni Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir á Vogi segist eiga vona á aðgerðir lögreglu er varða upprætingu á kannabisræktunum muni skila sér á næstunni í minna framboði á markaði. Samkvæmt nýjustu verðkönnun SÁÁ hefur grammið af kannabis staðið í stað síðustu þrjá mánuði og kostar um 3.400 krónur en amfetamín hefur snarhækkað í verði. Þórarinn segir að amfetamínið hafi hækkað í janúar sem sé óeðlilegt þar sem yfirleitt hafi það gerst í kringum jólin. 6.4.2009 15:13
Yfir 900 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika Fyrstu þrjá mánuði þessa árs hafa 942 umsóknir vegna greiðsluerfiðleika borist til Íbúðalánasjóðs. Úrræði vegna greiðsluvanda geta verið af ýmsum toga, t.d. skuldbreyting vanskila, frestun á greiðslum og lenging lána, að fram kemur í tilkynningu frá sjóðnum. 6.4.2009 14:57
Ólafur Ragnar sendir forseta Ítalíu samúðarkveðjur Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson hefur í dag sent forseta Ítalíu Giorgio Napolitano samúðarkveðjur sínar og íslensku þjóðarinnar vegna hörmunganna sem orðið hafa í kjölfar jarðskjálftanna í Abruzzo. 6.4.2009 13:56
Kærður fyrir að vara við jarðskjálftanum á Ítalíu Ítalskur jarðvísindamaður sem varaði við jarðskjálftanum sem þar varð í nótt var kærður til lögreglunnar fyrir hræðsluáróður og skipað að taka viðvaranir sínar af YouTube. 6.4.2009 13:52
Tillögu Þorgerðar hafnað Tillaga Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins, um að stjórnarskrárfrumvarpið yrði sett aftur fyrir mikilvægari mál á dagskrá Alþingis var felld í dag. Þorgerður taldi brýnt að ræða frumvarp Össur Skarphéðinssonar, iðnaðarráðherra, um heimild til samninga um fyrirhugað álver í Helguvík. 31 þingmenn voru andsnúnir tillögu Þorgerðar en 20 greiddu atkvæði með henni. 12 voru fjarstaddir. 6.4.2009 13:36
Landsbjörg í viðbragðsstöðu vegna jarðskjálftans á Ítalíu Rétt fyrir klukkan 2 í nótt bárust boð frá jarðvísindastofnun Bandaríkjanna um að jarðskjálfti upp á 6.3 á Richter hefði riðið yfir miðhluta Ítalíu. Jarðskjálftinn var mjög grunnt undir borginni L‘Aquila sem er um 90 km norðaustur af Róm. Stjórnendur Íslensku Alþjóðasveitarinnar vöktuðu ástandið frá fyrstu mínútum og öfluðu upplýsinga í gegnum fjölmiðla og tengiliði innan Sameinuðu þjóðanna. 6.4.2009 13:24
Kókaín og sterar í húsleit á Akureyri Í gærmorgun framkvæmdi lögreglan á Akureyri húsleit í íbúð hjá karlmanni á fimmtugsaldri og fundust þar um 15 grömm af kókaíni og lítilræði af sterum. Manninum var sleppt og lokinni yfirheyrslu og telst málið upplýst. Einn karlmaður á þrítugsaldri sem var gestkomandi í íbúðinni reyndist svo hafa einn neysluskammt af fíkniefnum á sér. 6.4.2009 13:18
Nagladekkjum fækkað um fjórðung frá 2001 42% bifreiða í Reykjavík voru á nagladekkjum í marsmánuði. Svifryk fór fjórum sinnum yfir heilsuverndarmörk í marsmánuði. Notkun nagla er bönnuð eftir 15. apríl. 6.4.2009 12:51
Allir nema Álfheiður eiga hlut í Smugunni Allir þingmenn Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs fyrir utan Álfheiði Ingadóttur eiga hlut í vefmiðlinum Smugunni. Meirihluti þeirra á hlut í Friðarhúsi, húsnæði Samtaka hernaðarandstæðinga. Formaður flokksins á 200 þúsund krónu hlut í Efnalaug Suðurlands. 6.4.2009 12:51
Sómalskir sjóræningjar halda áfram að ræna Sómalskir sjóræningjar rændu í dag þrjátíu og tvöþúsund tonna flutningaskipi undan ströndum landsins. Skipið er skráð í Bretlandi en rekið af ítölsku skipafélagi. Áhöfnin mun vera af blönduðu þjóðerni en ekki er vitað hversu fjölmenn hún er. 6.4.2009 12:25
50 látnir eftir jarðskjálftann á Ítalíu Að minnsta kosti fimmtíu manns létu lífið í jarðskjálfanum sem reið yfir mið Ítalíu í nótt. Hundruð bygginga hrundu til grunna. Björgunarsveitir eru nú að leita í rústum hundruða húsa og er búist við að tala látinna eigi eftir að hækka, jafnvel verulega. 6.4.2009 12:20
Samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna í góðum farvegi Utanríkisráðherra segir að samningar við Breta vegna hryðjuverkalaganna séu í góðum farvegi og vonandi þurfi Íslendingar ekki að taka á sig neinn skell vegna Icesave. Þingmaður Framsóknarflokksins segir utanríkisstefnu Samfylkingarinnar bara felast í því að mala. 6.4.2009 12:15
Algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt Illugi Gunnarsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins sagði það algjörlega gjörsamlega óskiljanlegt hvernig ríkisstjórnin þráast við. Þessi orð lét Illugi falla í umræðum um fundarstjórn forseta sem nú fer fram á Alþingi. Hart er tekist á og vilja sjálfstæðismenn fresta umræðum um stjórnarskrá og afgreiða mál er snerta fyrirtæki og heimili í landinu eins og þeir orða það. 6.4.2009 11:45
Belginn skilaði af sér seint í gærkvöldi Gilles Romain Chaterine Classens, 21 árs gamall Belgi sem gripinn var í Leifsstöð í síðustu viku er búinn að skila af sér fíkniefnum sem hann hafði innvortis. Efnunum skilaði Belginn af sér seint í gærkvöldi en hann notaði meðal annars laxerolíu til þess að auðvelda sér verkið. Ekki liggur fyrir hversu mikið af efnum maðurinn hafði innvortis, en það mun liggja fyrir seinna í dag. 6.4.2009 10:40
Lægstu launin í iðnaði - hæst í fjármálaþjónustu Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru að meðaltali 324 þúsund krónur á mánuði árið 2008. Regluleg laun fullvinnandi launamanna voru 355 þúsund krónur að meðaltali og regluleg heildarlaun, það er regluleg laun ásamt yfirvinnu, voru 393 þúsund krónur. Greiddar stundir fullvinnandi launamanna voru að meðaltali 44,7 stundir á viku. Heildarlaun fullvinnandi launamanna voru 454 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Í heildarlaunum eru regluleg heildarlaun að viðbættum ýmsum greiðslum sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili svo sem desemberuppbót og afkomutengdar greiðslur. 6.4.2009 10:23
Segir álver í Helguvík vinna gegn fjölbreyttri atvinnustefnu Álfheiður Ingadóttir þingmaður Vinstri grænna leggst eindregið gegn samþykkt frumvarps um heimild til samninga um álver í Helguvík. Í nefndaráliti Álfheiðar í iðnaðarnefnd bendir hún meðal annars á óvissu um efnahaglseg áhrif þess sem og umhverfisáhrifin. Hún segir þau hvorki hafa verið mtein fyrir tengdar framkvæmdir né fyrir þá 360 þúsund tonna framleiðslu sem samningurinn gerir ráð fyrir, heldur aðeins fyrir 250 þúsund tonna álver. Þá segir Álfheiður að aðeins liggi fyrir heimildir fyrir losun sem svarar 150 þúsund tonna framleiðslu þannig að væntingar um fjölda nýrra starfa og arðsemi framkvæmdarinnar séu ekki byggðar á raunhæfum forsendum. 6.4.2009 10:10