Innlent

Yfir 40% verðmunur á matarkörfunni

41% verðmunur reyndist á matvörukörfunni þegar verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í 8 verslunum 2.apríl. Vörukarfan var ódýrust í Bónus þar sem hún kostaði 15.158 krónur en dýrust í Samkaup Úrval 21.402 krónur, en verðmunurinn er 6.244 krónur.

Af einstökum liðum í vörukörfunni var minnstur verðmunur milli verslana á mjólk 6,3%, rjóma 13,5% og 11% af forverðmerktum osti og áleggi. Verðmunur á öðrum vörum var frá 25% upp í 192%

„Verð var skoðað í fjórum lágvöruverslunu og fjórum þjónustuverslun og athygli vakti að Fjarðarkaup er umtalsvert ódýrari en aðrar þjónustuverslanir. Matvörukarfan þar kostaði 17.182 kr en í næst ódýrustu þjónustuversluninni sem var Hagkaup kostaði karfan 19.183 kr. sem er tæplega 12% munur," segir í tilkynningu verðlagseftirlits ASÍ.

Vörukarfan samanstendur af 36 almennum neysluvörum til heimilisins. Verðlagseftirlitið áréttar að einungis sé um beinan verðsamanburð að ræða. Ekki sé lagt mat á gæði eða þjónustu söluaðila.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×