Innlent

Boða til mótmæla gegn Rauða Krossinum

Hópur aðgerðasinna hafa efnt til mótmæla við höfuðstöðvar Rauða Krossins við Efstaleitið á miðvikudaginn klukkan hálf tólf. Þetta má sjá á vefsvæði á Facebook. Þar er því haldið fram að Rauði Krossinn standi aðgerðarlaus hjá gagnvart þeim flóttamönnum sem beðið hafa um hæli hér á landi. Þá er einnig spurt hversvegna Rauði Krossinn sinni ekki hlutverki sínu.

Mótmælin eru í tengslum við röð mótmæla sem hafa verið undanfarna daga vegna stöðu flóttamanna hér á landi. Fyrst var mótmælt fyrir utan hús dómsmálaráðherra. Síðan var það í gær sem lögreglan handtók mótmælendur fyrir framan heimili forstjóra útlendingastofnunnar.

Nú er komið að Rauða Krossinum.

Á vefsvæðinu kemur fram að tveir flóttamenn séu í hunguverkfalli og svo er spurt, hversu margir þurfi að hætta lífi sínu til þess að fá einhver svör.

Ekki er vitað hver stendur á bak við mótmælin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×