Innlent

Landsbankinn býður upp á óverðtryggð íbúðalán

Frá blaðmannafundi Landsbankans.
Frá blaðmannafundi Landsbankans.

Landsbankinn tilkynnti á blaðamannafundi nú síðdegis að hann hyggst bjóða upp á óverðtryggð íbúðalán og er það liður í lausn bankans til þess að aðstoða heimili í greiðsluerfiðleikum.

Í tilkynningu frá bankanum segir að óverðtryggð íbúðalán henti þeim viðskiptavinum sem vilja greiða lán sín hraðar niður og forðast uppsöfnun verðbóta á höfuðstól. Eins henti lánin þeim sem vilja skilmálabreyta íbúðalánum í erlendri mynt yfir í íslenskar krónur og telja að óverðtryggðir vextir muni lækka í framtíðinni og krónan veikjast. Engin verðtrygging fylgir láninu og dregið er úr áhrifum af sveiflum í gengi íslensku krónunnar.

Lánstími getur verið allt að 40 ár, að loknu sérstöku aðlögunartímabili sem lýkur í maí 2011. Alls getur því lánstíminn orðið 42 ár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×