Innlent

Ákærður fyrir að smána Kína

Af vettvangi Jirícek sendi fjölmiðlum þessa mynd strax eftir aðgerðina.
Af vettvangi Jirícek sendi fjölmiðlum þessa mynd strax eftir aðgerðina.

Ríkissaksóknari hefur ákært 27 ára gamlan Tékka, Jan Jirícek, fyrir að sletta rauðri málningu á tröppur kínverska sendiráðsins fyrir rúmu ári.

Hann er ákærður fyrir að hafa smánað erlenda þjóð og erlent ríki opinberlega, en til vara fyrir að hafa valdið skemmdum á sendiráðssvæði.

Jirícek játaði sök en taldi brotið ekki varða við umrædd lagaákvæði. Refsing fyrir brot af þessu tagi er sekt eða allt að tveggja ára fangelsi. Jirícek sagðist á sínum tíma með athæfinu vilja mótmæla mannréttindabrotum Kínverja í Tíbet. - sh








Fleiri fréttir

Sjá meira


×