Innlent

Össur áhyggjufullur vegna eldflaugaskots

Össur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna Norður-Kóreu.
Össur lýsir yfir þungum áhyggjum vegna Norður-Kóreu.

Utanríkisráðherrann, Össur Skarphéðinsson, lýsir yfir alvarlegum áhyggjum yfir tilraunaskoti stjórnvalda Norður-Kóreu en ríkið skaut eldflaug á loft þann fimmta apríl síðastliðinn. Í tilkynningu sem Össur sendi frá sér segir eftirfarandi:

Utanríkisráðherra, Össur Skarphéðinsson, lýsir alvarlegum áhyggjum yfir því að stjórnvöld Norður-Kóreu hafi skotið eldflaug á loft 5. apríl sl. þrátt fyrir ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1718 þar sem ráðið krefst þess að Norður-Kórea geri ekki tilraunir með langdrægar skotflaugar.

Ráðherra tekur undir hvatningu alþjóðasamfélagsins um að Norður-Kórea virði alþjóðlegar skuldbindingar sínar og eigi viðræður við önnur ríki til þess að endurbyggja traust í öryggismálum í Norðaustur-Asíu.

Vonast er til að viðræður Sex-ríkja hópsins hefjist á ný sem fyrst, en þær miða að því að finna friðsamlega lausn er varðar kjarnorkuáætlun Norður-Kóreu. Auk Norður-Kóreu eiga sæti í hópnum; Suður-Kórea, Bandaríkin, Kína, Japan og Rússland.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×