Erlent

Allir vilja hjálpa

„Ég heyri í þyrlunum, björgunarsveitir héðan eru að leggja af stað til að hjálpa til á jarðskjálftasvæðinu," segir Fífa Larsen í samtali við Fréttablaðið. Fífa, sem búsett er í héraðinu Friuli í norðausturhluta Ítalíu, segir fólk ekki tala um annað en jarðskjálftann og fylgjast grannt með tíðindum. „Hér í Friuli vilja allir hjálpa til því fólki er enn í fersku minni hjálpsemi fólks eftir mjög harðan og mannskæðan jarðskjálfta sem hér varð á áttunda áratugnum."

Fífa ætlar sjálf að gefa blóð í dag og segir fólk mjög tilbúið að gefa peninga til uppbyggingarstarfs. Marga langaði helst til að rjúka af stað og hjálpa til við að grafa fólk úr rústum, en yfirvöld hafi bent á að betra væri að aðstoða fórnarlömb með öðrum hætti, nóg væri af björgunarfólki á staðnum. „Það er mikið fjallað um það í fréttum núna hversu mörg ný hús hrundu í skjálftanum, þrátt fyrir að eiga að vera byggð samkvæmt kröfum um byggingar á jarðskjálftasvæðum."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×